Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   fös 05. júní 2015 21:46
Arnar Daði Arnarsson
Steini Halldórs: Ætlum að vinna þær á þriðjudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum vonsvikinn eftir 2-1 tap sinna stelpna gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld.

Breiðablik komst yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk Stjörnunnar um miðbik fyrri hálfleiks tryggði þeim sigurinn í leiknum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Breiðablik

„Það má segja að við höfum sofnað á verðinum í nokkrar mínútur í tvö skipti. Einbeitingarleysi eða það að við vorum ekki nægilega grimmar inn í teignum. Það verður okkur að falli í dag. Við sköpum fín færi í fyrri hálfleik, og fáum tækifæri til að komast í 2-0 og við hefðum getað komist fyrr yfir."

„Þú þarft að klára færi á móti svona liðum. Þú getur heldur ekki gefið færi á þér. Mér fannst við heilt yfir vera spila vel varnarlega og vorum ekkert að opna okkur neitt. Ég held að þær ekki fengið eitt dauðafæri í leiknum."

Breiðablik og Stjarnan mætast í fjórða sinn í sumar á þriðjudaginn. Stjarnan hefur unnið alla þrjá leikina í sumar og Þorsteinn vonast til að geta breytt því á þriðjudaginn.

„Það er nýr leikur. Við þurfum að byrja upp á nýtt og vera í sömu atriðum sterkari og gefa fá færi á okkur. Þá erum við með góðar líkur á að vinna þær á þriðjudaginn. Og við ætlum að vinna þær á þriðjudaginn," sagði Þorsteinn.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner