Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 05. júní 2023 09:50
Fótbolti.net
Sterkasta lið 10. umferðar - Hemmi Hreiðars við stýrið
Felix Örn Friðriksson var maður leiksins í Eyjum.
Felix Örn Friðriksson var maður leiksins í Eyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson er í liðinu.
Höskuldur Gunnlaugsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net
Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
10. umferð Bestu deildar karla lauk á föstudagskvöld með hádramatískum hitatoppslag Breiðabliks og Víkings sem endaði með 2-2 jafntefli.

Nikolaj Hansen gerði frábærlega í báðum mörkum Víkinga og var valinn maður leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks dró Kópavogsliðið áfram.

Báðir eru þeir í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.



Valsmenn náðu ekki að nýta sér úrslitin í Kópavogi og gerðu aðeins 1-1 jafntefli gegn tíu leikmönnum FH. Ástbjörn Þórðarson var valinn maður leiksins á Hlíðarenda. Hann var öflugur varnarlega og átti stóran þátt í marki FH.

Fram vann 4-1 sigur gegn Keflavík þar sem Fred Saraiva hélt brasilíska sýningu og skoraði tvívegis. Tiago Fernandes var einnig frábær og er í úrvalsliðinu.

Ísak Andri Sigurgeirsson lék KA grátt þegar Stjarnan vann 4-0 sigur. Hvað er hægt að segja um þennan dreng sem ekki er búið að segja nú þegar? Mark og stoðsending og kom einnig að þriðja marki Stjörnunnar. Eggert Aron Guðmundsson var einnig algjörlega frábær og var meðal markaskorara.

Theodór Elmar Bjarnason var maður leiksins í 3-3 jafntefli Fylkis og KR. Elmar var allt í öllu hjá KR, skoraði tvö mörk og kom einnig að þriðja marki liðsins.

Hermann Hreiðarsson er þjálfari umferðarinnar eftir yfirburði ÍBV gegn HK. Eyjamenn unnu 3-0 sigur. Felix Örn Friðriksson skoraði gott mark, var vinnusamur og með hættulega fyrirgjafir. Sverrir Páll Hjaltested var öflugur í fremstu víglínu og kom ÍBV á bragðið með ekta framherja marki. Þá er Guy Smit í markinu í liði umferðarinnar.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner