Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 05. júlí 2024 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ögmundur Kristinsson í Val (Staðfest)
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val. Hlíðarendafélagið staðfestir þetta með fréttatilkynningu í dag.

Ögmundur kemur til liðsins frá Grikklandi þar sem hann hefur meðal annars verið á mála hjá gríska stórliðinu Olympiacos.

„Ögmundur er einn besti markvörður sem við eigum í dag og kemur með gríðarlega reynslu þar sem hann hefur leikið með stórum liðum úti í heimi. Hann hefur eiginleika sem við teljum að muni nýtast okkur vel og erum afskaplega sátt með að hafa náð honum til félagsins,“ segir Björn Steinar Jónsson, varaformaður knattspyrnudeildar Vals.

Ögmundur er laus allra mála hjá gríska liðinu AE Kifisias og verður því löglegur með Valsmönnum þegar glugginn opnar 17. júlí næstkomandi.

„Ég er ótrúlega ánægður með að vera kominn í Val sem er alvöru félag. Ég þekki auðvitað marga stráka í liðinu og hérna er verið að gera hlutina rétt að mínu mati. Ég er ekki bara að koma heim til þess að spila fótbolta heldur langar mig að vinna titla og ná árangri. Valur er einfaldlega besta félagið að mínu mati og hér er ég sannfærður um að mér muni líða vel,“ segir Ögmundur sjálfur.

Frederik verður ekki áfram
Núna þegar Ögmundur er að koma, þá er ljóst að Frederik Schram verður ekki áfram hjá Val. Hann verður samningslaus í lok tímabilsins en Frederik hefur verið einn besti markvörður landsins frá því hann kom til Vals árið 2022.

„Fredrik hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar síðan hann kom til félagsins og hefur reynst okkur afskaplega vel. Hann er ekki bara frábær markvörður heldur er hann frábær liðsfélagi sem lætur öllum í kringum sig líða vel. Við hefðum viljað hafa hann hjá okkur lengur en eftir samtöl okkar á milli var ljóst að við vorum ekki að ná saman. Það var því sameiginleg ákvörðun að endurnýja ekki samninginn,“ segir Björn Steinar, varaformaður knattspyrnudeildar Vals.

Valsmenn eru í harðri baráttu um íslandsmeistaratitilinn og framundan eru stórir leikir í Evrópukeppni.

„Þetta er auðvitað engin óskastaða en Fredrik er bara þannig karakter að við vitum að hann mun klára þetta með sóma og hjálpa okkur að ná sameiginlegum markmiðum okkar. Honum er hins vegar frjálst núna að semja við annað félag og óskum við honum alls hins besta."

Fredrik segir tíma sinn hjá Val hafa verið afar góðan og hann skilji við félagið sáttur.

„Það hefur verið frábært að vera í Val og ég skil mjög sáttur við klúbbinn og strákanna í liðinu. Mér hefur verið tekið vel í Val og ég óska félaginu alls hins besta. Það eru hins vegar stór verkefni framundan sem ég mun að sjálfsögðu klára af krafti."
Athugasemdir
banner
banner
banner