Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 05. ágúst 2021 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar Atli til Lyngby (Staðfest) - Kynntur með eldgosi
Freysi og Sævar Atli
Freysi og Sævar Atli
Mynd: Lyngby
Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir danska félagsins Lyngby frá uppeldisfélagi sínu Leikni. Danska félagið kaupir Sævar af Leikni og skrifar hann undir samning til 2024.

Sævar flaug til Danmerkur í morgun og var hann kynntur sem leikmaður félagsins rétt í þessu. Sævar var kynntur með myndbandi af eldgosi og má sjá það hér að neðan.

Sævar er 21 árs gamall framherji og mun einmitt spila í treyju númer 21 hjá Lyngby. Hann er næstmarkahæstur í Pepsi Max-deildinni í sumar, skoraði tíu mörk í þrettán leikjum.

Sævar, sem var fyrirliði Leiknis, hefur skorað 67% (10/15) þeirra marka sem Leiknir hefur skorað í deildinni í sumar.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en hann er uppalinn hjá Leikni og var þjálfari Leiknis síðast þegar félagið var með lið í efstu deild. Lyngby hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í dönsku B-deildinni og vann í gær 9-0 sigur í fyrstu umferð bikarsins.


Athugasemdir
banner
banner