Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir danska félagsins Lyngby frá uppeldisfélagi sínu Leikni. Danska félagið kaupir Sævar af Leikni og skrifar hann undir samning til 2024.
Sævar flaug til Danmerkur í morgun og var hann kynntur sem leikmaður félagsins rétt í þessu. Sævar var kynntur með myndbandi af eldgosi og má sjá það hér að neðan.
Sævar er 21 árs gamall framherji og mun einmitt spila í treyju númer 21 hjá Lyngby. Hann er næstmarkahæstur í Pepsi Max-deildinni í sumar, skoraði tíu mörk í þrettán leikjum.
Sævar, sem var fyrirliði Leiknis, hefur skorað 67% (10/15) þeirra marka sem Leiknir hefur skorað í deildinni í sumar.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en hann er uppalinn hjá Leikni og var þjálfari Leiknis síðast þegar félagið var með lið í efstu deild. Lyngby hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í dönsku B-deildinni og vann í gær 9-0 sigur í fyrstu umferð bikarsins.
Sævar flaug til Danmerkur í morgun og var hann kynntur sem leikmaður félagsins rétt í þessu. Sævar var kynntur með myndbandi af eldgosi og má sjá það hér að neðan.
Sævar er 21 árs gamall framherji og mun einmitt spila í treyju númer 21 hjá Lyngby. Hann er næstmarkahæstur í Pepsi Max-deildinni í sumar, skoraði tíu mörk í þrettán leikjum.
Sævar, sem var fyrirliði Leiknis, hefur skorað 67% (10/15) þeirra marka sem Leiknir hefur skorað í deildinni í sumar.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en hann er uppalinn hjá Leikni og var þjálfari Leiknis síðast þegar félagið var með lið í efstu deild. Lyngby hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í dönsku B-deildinni og vann í gær 9-0 sigur í fyrstu umferð bikarsins.
SKARP ISLANDSK ANGRIBER 💙💪
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 5, 2021
"Jeg kommer med en masse energi og power" - fortæller vores nye angriber Sævar Atli Magnússon
Glæder du dig til at se den islandske vulkan i udbrud på Lyngby Stadion?
Læs mere her: https://t.co/gtic7OYL1K #SammenforLyngby pic.twitter.com/9QCNq3v1Yw
MØD SÆVAR 💙🤗
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 5, 2021
Efter få timer i klubben sætter Sævar Atli Magnússon ord på mødet med Lyngby Boldklub og fortæller lidt mere om, hvem han er - og hvad de kongeblå fans kan forvente af ham. #Magnusson21 #SammenforLyngby pic.twitter.com/aYPaaB9XbR
Athugasemdir