Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 11:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann verður í Breiðabliki, Val eða Víkingi á næsta tímabili"
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er núna rúm vika eftir af félagaskiptaglugganum á Íslandi en þeir í útvarpsþættinum Fótbolti.net eru sammála um stærstu 'kaupin' til þessa.

„Það er Birnir Snær Ingason í KA. Það er engin nokkur spurning um það," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Það var gríðarlega óvænt þegar Birnir skrifaði undir samning við KA á dögunum. Hann fékk góðan samning á Akureyri til að reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi í Bestu deildinni.

„Auðvitað spurði maður sig hvað var að gerast þegar þrjú bestu lið landsins eru á eftir þér og hjá einu þeirra ertu með öruggt húsaskjól þar sem þú veist allt gekk upp (Víkingur). Þrír mjög góðir kostir en þú ákveður að fara í fallbaráttuna. Þá spyr maður sig hvort menn séu orðnir kósý á því. Hann semur út tímabilið og setur pressu á sjálfan sig. Ef hann á eitthvað 'shake and bake' seinni hluta móts þá er hann heldur betur að fá vænan samning," sagði Tómas og bætti við:

„Hann verður í Breiðabliki, Val eða Víkingi á næsta tímabili. Ég held að við getum lofað ykkur því. Nema KA haldi sér og bjóði honum þeim mun meira."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Verslunarmannahelgin með Túfa
Athugasemdir
banner