Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
   þri 05. september 2023 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mainz
Jói Berg: Það er auðvitað nýtt fyrir mér
Icelandair
watermark Svo förum við á föstudaginn og náum í þessi þrjú stig
Svo förum við á föstudaginn og náum í þessi þrjú stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Á æfingu í Mainz í gær.
Á æfingu í Mainz í gær.
Mynd: KSÍ
watermark Það er bara spurning að koma sér aðeins nær markinu
Það er bara spurning að koma sér aðeins nær markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Það skiptir mig engu máli hvar ég spila
Það skiptir mig engu máli hvar ég spila
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Lífið hér mjög gott, frábærar aðstaða sem við fáum að nota hér hjá Mainz og hótelið er upp á tíu. Það er ekki hægt að kvarta," sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson við Fótbolta.net í dag. Jói kom í viðtal á hóteli landsliðsins eftir að æfingu dagsins var lokið.

Landsliðið undirbýr sig fyrir leik gegn Lúxemborg á föstudag í undankeppni EM. Öll lið í riðlinum eru búin með fjóra leiki. Ísland er í sjötta sæti með þrjú stig en Lúxemborg er í fimmta sæti með sjö stig.

„Þetta var mjög létt í gær, margir sem voru að spila um helgina. Taktíkin byrjaði aðeins í dag og verður áfram næstu daga þangað til að leik kemur."

„Við verðum að horfa á þetta þannig að við verðum að taka sex stig. Auðvitað höfum við ekki byrjað eins og við ætluðum okkur og ef við ætlum að taka einhvern þátt í þessum riðli þá þurfum við að taka sex punkta í þessum glugga. Það er algjörlega klárt."

„Lúxemborg er mjög gott lið, erum búnir að kíkja á klippur af þeim, þeir spila mjög flottan fótbolta og við þurfum allir að vera upp á tíu til að ná í þrjú stig á útivelli."

„Þeir hafa byrjað riðilinn mjög vel og hafa náð í flott úrslit. Við þurfum að eiga góðan dag til að ná í góð úrslit. Við erum að fara í gegnum þetta allt saman þessa dagana og erum að nýta dagana sem við höfum eins og hægt er. Svo förum við á föstudaginn og náum í þessi þrjú stig."


„Við segjum hvað okkur finnst"
Jói er einn af leikreyndari leikmönnum liðsins og líklegur kandídat til að bera fyrirliðabandið á föstudag þar sem Aron Einar Gunnarsson er fjarri góðu gamni.

Hefur Jói einhverja rödd þegar kemur að leik íslenska liðsins?

„Þjálfarinn tekur okkur nokkra sem erum reynslumeiri og fer aðeins yfir hvað hann vill og við segjum hvað okkur finnst. Það hefur gengið mjög vel og við erum mjög sammála því sem hann vill og gerir, komum auðvitað með einhverja punkta inn í það. Þetta samstarf hefur verið mjög flott. Mér fannst síðasta gluggi vera mjög góður, þó að úrslitin duttu auðvitað ekki með okkur. En það voru fullt af jákvæðum punktum sem við þurfum að taka inn í þetta verkefni og næstu leiki."

Get alveg líka gert það í þessari stöðu
Hann hefur lengst af á sínum landsliðsferli spilað á hægri kantinum með landsliðinu en Jói lék sem miðjumaður í leikjunum í júní.

„Það er auðvitað nýtt fyrir mér, en mér finnst ég geta leyst þá stöðu mjög vel og ekkert vandamál hvað það varðar. Það er aðeins öðruvísi, en ég tel mig geta gert ágætlega."

Það heyrðust raddir sem vildu sjá Jóa taka stærri og meiri þátt í sóknarleik íslenska liðsins í síðustu leikjum.

„Ég er annar af þessum dýpri miðjumönnum og svo erum við með annan sem er aðeins framar, í tíunni. Ég skil að fólk vill hafa mig aðeins nær teignum þar sem ég get fundið sendingar og búið til mörk. Ég get alveg líka gert það úr þessari stöðu. Eins og á móti Portúgal var þetta meira og minna varnarleikur og erfitt að komast nálægt þeirra marki. En það er bara spurning að koma sér aðeins nær markinu."

Klár í að fara aftur á kantinn ef kallið kemur?

„Ég er búinn að spila meira sem kantmaður á þessu tímabili með Burnley. Það skiptir mig engu máli hvar ég spila, bara að ég sé inn á vellinum, þá er ég sáttur," sagði Jói.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar ræðir hann um tímabilið til þessa með Burnley og um uppeldisfélagið Breiðablik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner