Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. október 2020 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Southampton lánar Hoedt til Lazio (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Wesley Hoedt mun leika að láni hjá Lazio út tímabilið. Hann var keyptur til Southampton frá Lazio sumarið 2017 og þá kostaði hann 15 milljónir punda.

Óljóst er hversu mikið ítalska félagið borgar fyrir lánssamninginn en það fylgir kaupmöguleiki með Hoedt, sem á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum við Southampton. Miðvörðurinn er metinn á tæpar 10 milljónir evra enda hefur honum ekki tekist að festa sig í sessi á Englandi.

Hoedt spilaði 45 leiki á einu og hálfu ári hjá Southampton en hefur síðan þá verið lánaður út til Celta Vigo á Spáni og Royal Antwerp í Belgíu.

Hann sprakk út á tíma sínum hjá Lazio og var kominn með byrjunarliðssæti í hollenska landsliðinu en ferillinn fór niður á við eftir skiptin til Southampton. Hoedt hefur talað um að það voru stór mistök að skipta úr Lazio og yfir í enska boltann.

Hoedt er 26 ára gamall og mun berjast við Luiz Felipe og Stefan Radu um byrjunarliðssæti.

Hann telur félagaskiptin til Lazio geta endurvakið ferilinn og vill reyna að berjast um sæti í hollenska landsliðinu. Það gæti þó reynst ansi erfitt þar sem Virgil van Dijk og Matthjis de Ligt verða að teljast ansi gott miðvarðapar. Nathan Aké, Stefan de Vrij og Joel Veltman eru einnig að berjast um sæti í landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner