Davíð Smári Lamude var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari Njarðvíkur. Hann hefur verið sterklega orðaður við félagið síðustu vikur en hefur verið að líta í kringum sig.
„Ég var búinn að vera í viðræðum við annað félag sem er í efstu deild og ég skal alveg viðurkenna það að markmiðið var að vera í efstu deild. Njarðvík sótti mjög fast að mér og her ætla ég að vera og leggja allt í sölurnar til að ná árangri," segir Davið í viðtali við Fótbolta.net en hann skrifaði undir tveggja ára samning.
„Ég var búinn að vera í viðræðum við annað félag sem er í efstu deild og ég skal alveg viðurkenna það að markmiðið var að vera í efstu deild. Njarðvík sótti mjög fast að mér og her ætla ég að vera og leggja allt í sölurnar til að ná árangri," segir Davið í viðtali við Fótbolta.net en hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Hann er spenntur fyrir því sem er framundan.
„Það leggst gríðarlega vel í mig. Ég hef fundið ofboðslega mikinn kraft frá stjórn Njarðvíkur og vonandi verður næsta skref að finna kraft frá leikmönnum. Ég er virkilega spenntur fyrir verkefninu."
Ætla að standa áfram fyrir góðan fótbolta
Davíð hyggst blanda saman þeim einkennum sem hans lið hafa staðið fyrir og þeim fótbolta sem Njarðvík spilaði í sumar undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.
„Það var ofboðslega skemmtilegur fótbolti spilaður hérna á síðasta tímabili og það er eitthvað sem við ætlum að standa fyrir áfram. Við leggjum áherslu á að halda sömu mönnum. Það vantaði ekki mikið upp á í fyrra en þegar stóru leikirnir komu hefðu menn þurft að stækka við tilefnið, bæði sem lið og félag," segir Davíð.
„Ég legg gríðarlega miklar kröfur á sjálfan mig og svo legg ég kröfur á leikmenn og stjórn. Við viljum búa til einkenni með vinnuframlagi. Það er eitthvað sem mín lið hafa staðið fyrir. Við leggjum allt í sölurnar í hverjum einasta leik. Við ætlum líka að standa fyrir góðan fótbolta."
Athugasemdir























