Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 05. nóvember 2025 20:57
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn
Davíð Smári Lamude var í kvöld kynntur sem nýr þjálfari Njarðvíkur. Hann hefur verið sterklega orðaður við félagið síðustu vikur en hefur verið að líta í kringum sig.

„Ég var búinn að vera í viðræðum við annað félag sem er í efstu deild og ég skal alveg viðurkenna það að markmiðið var að vera í efstu deild. Njarðvík sótti mjög fast að mér og her ætla ég að vera og leggja allt í sölurnar til að ná árangri," segir Davið í viðtali við Fótbolta.net en hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Hann er spenntur fyrir því sem er framundan.

„Það leggst gríðarlega vel í mig. Ég hef fundið ofboðslega mikinn kraft frá stjórn Njarðvíkur og vonandi verður næsta skref að finna kraft frá leikmönnum. Ég er virkilega spenntur fyrir verkefninu."

Ætla að standa áfram fyrir góðan fótbolta
Davíð hyggst blanda saman þeim einkennum sem hans lið hafa staðið fyrir og þeim fótbolta sem Njarðvík spilaði í sumar undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.

„Það var ofboðslega skemmtilegur fótbolti spilaður hérna á síðasta tímabili og það er eitthvað sem við ætlum að standa fyrir áfram. Við leggjum áherslu á að halda sömu mönnum. Það vantaði ekki mikið upp á í fyrra en þegar stóru leikirnir komu hefðu menn þurft að stækka við tilefnið, bæði sem lið og félag," segir Davíð.

„Ég legg gríðarlega miklar kröfur á sjálfan mig og svo legg ég kröfur á leikmenn og stjórn. Við viljum búa til einkenni með vinnuframlagi. Það er eitthvað sem mín lið hafa staðið fyrir. Við leggjum allt í sölurnar í hverjum einasta leik. Við ætlum líka að standa fyrir góðan fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner