Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fim 05. desember 2019 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Fótbolta.net mótið 2020 - B-deildin klár
watermark Grótta fagnar sigri í B-deild Fótbolta.net mótsins 2019.
Grótta fagnar sigri í B-deild Fótbolta.net mótsins 2019.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
watermark Njarðvík spilaði til úrslita í fyrra og nú er Mikael Nikulásson tekinn við þjálfun liðsins.
Njarðvík spilaði til úrslita í fyrra og nú er Mikael Nikulásson tekinn við þjálfun liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Bjarni Jó mætir til leiks með Vestra.
Bjarni Jó mætir til leiks með Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net mun eftir áramót halda æfingamótið Fótbolta.net mótið í tíunda árið í röð.

Nú eru drög tilbúin fyrir B-deild mótsins en átta lið taka þátt í tveimur riðlum þar sem hvert lið spilar þrjá leiki. Í kjölfarið verður spilað um sæti þar sem liðið í 1. sæti í A-riðli mætir 1. sæti í B-riðli og svo framvegis niður riðlana.

Félag deildardómara mun síðan sjá um dómgæslu á mótinu líkt og áður.

Grótta vann B-deildina í fyrra eftir 2 - 0 sigur á Njarðvík í úrslitaleik á Vivaldi vellinum. Liðið vann sér svo sæti í Pepsi Max-deildinni um haustið og er því í A-deildinni í ár.

Smelltu hér til að sjá drögin fyrir A-deildina

Hér að neðan má sjá riðlaskiptingu í B-deild Fótbolta.net mótsins 2020 sem og leikjaniðurröðun. Mótið hefst föstudaginn 10. janúar.

A-riðill
Víkingur Ólafsvík
Afturelding
Njarðvík
Selfoss

lau 11. janúar
16:00 Njarðvík - Selfoss (Reykjaneshöllin)

sun 12. janúar
16:00 Víkingur Ó - Afturelding (Akraneshöllin)

fös 17. janúar
18:15 Afturelding - Selfoss (Varmárvöllur)

sun 19. janúar
12:00 Víkingur Ó - Njarðvík (Akraneshöllin)

fim 23. janúar
18:45 Njarðvík - Afturelding (Reykjaneshöllin)

sun 26. janúar
12:00 Selfoss - Víkingur Ó (Akraneshöllin)

B-riðill
Vestri
Keflavík
Haukar
Þróttur Vogum

fös 10. janúar
20:00 Haukar - Þróttur Vogum (Kórinn)

lau 11. janúar
17:00 Vestri - Keflavík (Skessan)

mið 15. janúar
17:30 Keflavík - Þróttur Vogum (Reykjaneshöllin)

fös 17. janúar
19:00 Vestri - Haukar (Skessan)

sun 19. janúar
13:00 Vestri - Þróttur Vogum (Skessan)

mið 22. janúar
17:30 Keflavík - Haukar (Reykjaneshöllin)
-------------------------------------------------------------
fös 31. janúar - leikið um 5. sæti:
18:00 Haukar - Selfoss (Ásvellir)

lau 1. febrúar - leikið um 7. sæti
12:45 Víkingur Ólafsvík - Vestri (Skessan)

mið 5. febrúar - úrslitaleikur
17:10 Keflavík - Afturelding (Reykjaneshöllin)

lau 8. febrúar - leikið um 3. sæti
13:00 Þróttur Vogum - Njarðvík (Fylkisvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner