Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 05. desember 2020 17:16
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Markvörður Sevilla gaf Real Madrid stigin
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum. Sevilla tók á móti Real Madrid í stórleik.

Heimamenn í Sevilla héldu boltanum vel en sköpuðu ekki hættu í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Madríd voru mun hættulegri og óheppnir að leiða ekki í hálfleik.

Í síðari hálfleik breyttist gangur leiksins og tóku heimamenn öll völd á vellinum en áttu þó erfitt með að brjóta vörn Madrídinga á bak aftur.

Lærisveinar Zinedine Zidane stóðu þó uppi sem sigurvegarar án þess að eiga stakt skot á rammann eftir leikhlé. Bono, markvörður Sevilla, gerðist þá sekur um skelfileg mistök þar sem honum mistókst að handsama lága fyrirgjöf og skaust knötturinn af honum og í netið.

Sevilla tókst ekki að jafna leikinn þrátt fyrir að vera betra liðið á vellinum og mikilvæg stig í hús fyrir ríkjandi Spánarmeistara Real.

Real er í þriðja sæti, með 20 stig eftir 11 umferðir. Sevilla er með 16 stig eftir 10 umferðir.

Sevilla 0 - 1 Real Madrid
0-1 Bono ('55, sjálfsmark)

Þá litu óvænt úrslit dagsins ljós þegar Levante skoraði þrjú gegn tíu leikmönnum Getafe.

Levante tók forystuna snemma leiks og fékk Chema svo beint rautt spjald fyrir háskaleik, þar sem hann fór með takkana langt frá jörðu og endaði með þá í bringu andstæðings. Full harkalegt rautt spjald.

Heimamenn voru manni fleiri og bættu tveimur mörkum við áður en annar leikmaður Getafe fékk rautt spjald á 77. mínútu. Meira var ekkki skorað og lokatölur 3-0 fyrir Levante sem er með 11 stig eftir 11 umferðir. Getafe er með 13 stig.

Levante 3 - 0 Getafe
1-0 M. Roger ('5)
2-0 D. Gomez ('17)
3-0 J. de Frutos ('57)
Rautt spjald: Chema, Getafe ('7)
Rautt spjald: D. Dakonam, Getafe ('77)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner