Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sex sigurleikir í röð - Unnu ekki í fyrstu ellefu leikjunum
Michel Der Zakarian er að gera kraftaverk með lið Brest
Michel Der Zakarian er að gera kraftaverk með lið Brest
Mynd: EPA
Útlitið var ekkert sérlega gott fyrir Stade Brestois eftir fyrstu ellefu leiki tímabilsins í frönsku deildinni en liðið hafði ekki unnið einn einasta leik. Nú er staðan önnur.

Brestois gerði sex jafntefli og tapaði fimm leikjum í fyrstu ellefu leikjunum og sat liðið með markatöluna -8.

Það var útlit fyrir að liðið myndi falla nokkuð örugglega miðað við byrjunina en nú hefur liðið unnið síðustu sex leiki sína og er með markatöluna 2+ og er liðið komið í 6. sæti deildarinnar.

Liðið gerði tvö jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom gegn Mónakó í lok október.

Í kjölfarið bættust við fimm sigrar og hafði þá liðið betur gegn Marseille í gær, 2-1. Brest var í 18. sæti deildarinnar en hefur flogið upp töfluna með Romain Faivre fremstan í flokki með sjö mörk og fimm stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner