Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   fim 05. desember 2024 09:22
Elvar Geir Magnússon
Frakkinn sem fær hrós eftir sigur Arsenal - „Nýja Stoke?“
Nicolas Jover við hliðarlínuna.
Nicolas Jover við hliðarlínuna.
Mynd: EPA
Föstu leikatriðin hjá Arsenal sköpuðu hættur hvað eftir annað í 2-0 sigrinum gegn Manchester United í gær, bæði mörkin í leiknum komu eftir hornspyrnur. Jurrien Timber og William Saliba skoruðu.

„Þetta er eina deild heims þar sem svona margir leikmenn hópast í kringum markvörðinn og eru ýtandi. Arsenal er nýja Stoke er það ekki? Föstu leikatriðin geta ráðið úrslitum, eins og þau gerðu í dag," sagði Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, og skaut létt á Arsenal í sjónvarpsútsendingu frá leiknum.

Föst leikatriði hafa reynst Arsenal drjúg á tímabilinu og franski þjálfarinn Nicolas Jover sem er í teymi Mikel Arteta fær hrós í enskum fjölmiðlum. Hann sér um föstu leikatriðin.

„Hann hefur sýnt leikmönnum að það eru margar leiðir til að vinna fótboltaleiki. Föstu leikatriðin eru öflugt vopn og hafa gefið okkur mikið," sagði Arteta um Jover eftir 1-0 sigur gegn Tottenham í september, þar sem Gabriel Jesus skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu.

Arsenal hefur unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og er sjö stigum frá toppliði Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner