Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 06. janúar 2022 10:40
Elvar Geir Magnússon
Luis Díaz að færast nær Liverpool?
Luis Díaz í leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni.
Luis Díaz í leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
The Sun segir að Liverpool sé að vinna í því að landa vængmanninum Luis Díaz frá Porto en hann ætti að kosta um 60 milljónir punda.

Kólumbíumaðurinn var frábær á nýliðnu ári og Jurgen Klopp er sagður hrifinn.

Klopp ku hafa ætlað að reyna að fá hann næsta sumar en þeim áformum hefur verið flýtt samkvæmt enska götublaðinu.

Talið er að Díaz yrði frábær styrkir fyrir Liverpool nú þegar Salah og Mane eru farnir í Afríkukeppnina. Hann hefur skorað tólf mörk og átt fjórar stoðsendingar fyrir Porto á þessu tímabili.

Diaz, sem er 24 ára, var í eldlínunni þegar Porto mætti Liverpool í Meistaradeildinni í september og nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner