PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gísli Gottskálk á leið til Lech Poznan - Verður einn sá dýrasti
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net nálægt því að ganga í raðir Lech Poznan í Póllandi.

Er það langt komið en Gísli kemur til með að verða einn dýrasti leikmaður sem hefur verið seldur frá íslensku félagsliði ef skiptin ganga í gegn.

Áhuginn á honum var gríðarlegur en Lech Poznan er að vinna kapphlaupið. Það var sagt frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag að Lech Poznan væri líklegasti áfangastaðurinn.

Í síðustu viku var fjallað um það í pólskum fjölmiðlum að Lech Poznan og Rakow hefðu gert tilboð í Gísla en þeim var báðum hafnað. Lech gafst ekki upp en í þeim sömu fjölmiðlum var talað um að Víkingur vildi fá 500-600 þúsund evrur, 72-86 milljónir íslenskra króna, fyrir leikmanninn auk bónusgreiðslna eftir ákvæðum og greiðslu fyrir næstu sölu.

Gísli Gottskálk er tvítugur og hefur verið frábær í Sambandsdeildinni og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á tímabilinu en Fótbolti.net valdi hann efnilegasta leikmann deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner