Gísli Gottskálk Þórðarson, tvítugur miðjumaður Víkings, er eftirsóttur og allt útlit fyrir það að hann færi sig um set á næstunni.
Gísli Gotti hefur verið frábær í Sambandsdeildinni og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á tímabilinu en Fótbolti.net valdi hann efnilegasta leikmann deildarinnar.
Gísli Gotti hefur verið frábær í Sambandsdeildinni og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á tímabilinu en Fótbolti.net valdi hann efnilegasta leikmann deildarinnar.
Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin segir að Silkeborg, sem situr í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, hafi áhuga á honum.
Þá nefnir hann einnig Rakow sem situr í 2. sæti pólsku deildarinnar en Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður Stjörnunnar, var orðaður við það félag fyrir jól. Áður hefur Gísli Gotti verið orðaður við pólska stórliðið Legia Varsjá og var spurður út í þann orðróm í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
„Ég sá þetta bara á Fótbolta.net. Þetta kom í einhverjum pólskum miðlum. Það er risafélag og pólska deildin mjög sterk. Það hljómar auðvitað mjög vel," sagði Gísli í viðtalinu en hann fór ekki leynt með það markmið að koma sér út í atvinnumennskuna. „Jú jú, það er eitthvað í gangi og svo verður maður bara að bíða og sjá. Það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég kom heim að fara aftur út. Ég vona að allt gangi upp."
Athugasemdir