Víkingur er í viðræðum við danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland um að fá að spila heimaleik sinn í Sambandsdeildinni á leikvangi félagsins, Right to Dream Park í Farum.
Það er rétt rúmur mánuður þar til Víkingur mætir gríska stórveldinu Panathinaikos í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu, þar sem sigurliðið fer áfram í 16-liða úrslit en tapliðið lýkur keppni í 16.-24. sæti.
Það er rétt rúmur mánuður þar til Víkingur mætir gríska stórveldinu Panathinaikos í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu, þar sem sigurliðið fer áfram í 16-liða úrslit en tapliðið lýkur keppni í 16.-24. sæti.
Liðin mætast í tveimur leikjum en enginn fótboltavöllur á Íslandi þykir hæfur til að hýsa þessa viðureign og því hefur UEFA skipað Víkingi að spila heimaleikinn sinn í öðru landi.
Heimaleikur Víkings fer fram föstudaginn 13. febrúar og hefur félagið verið að skoða velli í Skandinavíu. Víkingar hafa rætt við mörg félög.
Núna hefur Víkingur svo hafið formlegar viðræður við Nordsjælland um að fá að spila heimaleik sinn í Farum á Right to Dream Park. Sá völlur er með pláss fyrir rúmlega 10 þúsund manns en gervigras er á vellinum, sem gæti hjálpað Víkingum.
Farum er í 20 kílómetra fjarlægð frá Kaupmannahöfn en það tekur um 20 mínútur að keyra frá Kastrup flugvelli á leikvanginn.
Seinni leikurinn fer fram fimmtudaginn 20. febrúar í Aþenu, á heimavelli Panathinaikos.
Athugasemdir