Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 12:37
Elvar Geir Magnússon
ÍBV horfir út fyrir landsteinana í þjálfaraleitinni
Serbneskur þjálfari er orðaður við ÍBV.
Serbneskur þjálfari er orðaður við ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfaraleit ÍBV heldur áfram en liðið hefur verið þjálfaralaust síðan Þorlákur Árnason sagði upp störfum í desember.

ÍBV hefur rætt við ýmsa aðila og kannað áhuga þeirra en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur félagið meðal annars verið að horfa út fyrir landsteinana að mögulegum þjálfara.

Sagan segir að serbneskur þjálfari sé meðal nafna sem séu ofarlega á blaði hjá Eyjamönnum.

ÍBV hefur verið í viðræðum varðandi Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfara Víkings.

Túfa, Srdjan Tufegdzic, var efstur á óskalista ÍBV en gaf félaginu afsvar fyrir áramót og tók við þjálfun IFK Värnamo í Svíþjóð. Ejub Purisevic og Steven Caulker hafa einnig verið orðaðir við Eyjaliðið.

ÍBV hafnaði í níunda sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner