Það er áfram leikið þétt í ensku úrvalsdeildinni og 21. umferðin fer af stað í kvöld. Á morgun eru svo átta leikir og á fimmtudaginn er stórleikur á Emirates-leikvanginum.
Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður hjá RÚV, spáir í leikina sem framundan eru.
Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður hjá RÚV, spáir í leikina sem framundan eru.
West Ham 0 - 3 Nottingham Forest (20:00 í kvöld)
Ég held að ég sleppi viljandi að horfa á þennan. West Ham hafa verið hryllilegir undanfarið og tapa enn einum heimaleiknum, 0–3.
Bournemouth 0 - 2 Tottenham (19:30 á morgun)
Daninn geðugi hefur verið í smá basli með að blása alvöru lífi í Spurs, en það breytist í þessum leik. Þeir kveikja á vélinni og vinna 0–2, þar sem uppáhaldsleikmaður sonar míns, Richarlison, skorar bæði mörkin. Hann er alltaf góður á HM-ári.
Brentford 1 - 1 Sunderland (19:30 á morgun)
Þessi verður ekki mikið augnakonfekt. Þetta lyktar af 1–1 jafntefli. Vona að Kelleher geri stór mistök – við þurfum að fara að sjá Hákon í markinu.
Crystal Palace 1 - 2 Aston Villa (19:30 á morgun)
Þarna kemur enn einn útisigurinn. Palace hafa verið hálf flatir og Villamenn sækja enn einn sigurinn í vetur. 1–2, og vinir mínir John Cariglia og Sveinn Leó Bogason, stjórnarmenn Aston Villa-klúbbsins, fara enn á ný sáttir að sofa.
Everton 1 - 0 Wolves (19:30 á morgun)
Úlfarnir hafa aðeins verið að sækja í sig veðrið að undanförnu, en þetta er of lítið, of seint. Barry skorar annan leikinn í röð í 1–0 sigri.
Fulham 0 - 0 Chelsea (19:30 á morgun)
Ég fór einu sinni á Craven Cottage og fór heim í hálfleik – slík voru leiðindin. Reikna með steindauðu 0–0 jafntefli þarna.
Man City 3 - 0 Brighton (19:30 á morgun)
Heimamenn voru kaldir í síðasta leik, en þetta er engu að síður jafn öruggur heimasigur og þeir gerast. 3–0, þar sem Haaland skorar þrennu.
Burnley 0 - 2 Man Utd (20:15 á morgun)
Mínir menn fagna því að vera lausir við Amorim með þægilegum sigri. Fletcher stillir upp í 4–4–2 sem skilar gleði og 0–2 sigri, þar sem Sesko mætir til leiks og skorar tvö.
Newcastle 0 - 1 Leeds (20:15 á morgun)
Hér get ég ekki annað en spáð útisigri. Sonur minn er einn harðasti Leedsari landsins og hann myndi hætta að tala við mig ef ég spáði ekki sigri Leeds. Calvert-Lewin tekur enn eitt skrefið í átt að sæti í enska HM-hópnum og skorar eina mark leiksins.
Arsenal 3 - 0 Liverpool (20:00 á fimmtudag)
Þetta verður síðasti leikur Arne Slot, því heimamenn vinna þennan leik 3–0. Því miður – ég held að Slot sé fínn kall.
Fyrri spámenn:
Páll Sævar (7 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Brynjar Atli (5 réttir)
Sandra Erlingsdóttir (5 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Ásgeir Frank (4 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 20 | 15 | 3 | 2 | 40 | 14 | +26 | 48 |
| 2 | Man City | 20 | 13 | 3 | 4 | 44 | 18 | +26 | 42 |
| 3 | Aston Villa | 20 | 13 | 3 | 4 | 33 | 24 | +9 | 42 |
| 4 | Liverpool | 20 | 10 | 4 | 6 | 32 | 28 | +4 | 34 |
| 5 | Chelsea | 20 | 8 | 7 | 5 | 33 | 22 | +11 | 31 |
| 6 | Man Utd | 20 | 8 | 7 | 5 | 34 | 30 | +4 | 31 |
| 7 | Brentford | 20 | 9 | 3 | 8 | 32 | 28 | +4 | 30 |
| 8 | Sunderland | 20 | 7 | 9 | 4 | 21 | 19 | +2 | 30 |
| 9 | Newcastle | 20 | 8 | 5 | 7 | 28 | 24 | +4 | 29 |
| 10 | Brighton | 20 | 7 | 7 | 6 | 30 | 27 | +3 | 28 |
| 11 | Fulham | 20 | 8 | 4 | 8 | 28 | 29 | -1 | 28 |
| 12 | Everton | 20 | 8 | 4 | 8 | 22 | 24 | -2 | 28 |
| 13 | Tottenham | 20 | 7 | 6 | 7 | 28 | 24 | +4 | 27 |
| 14 | Crystal Palace | 20 | 7 | 6 | 7 | 22 | 23 | -1 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 20 | 5 | 8 | 7 | 31 | 38 | -7 | 23 |
| 16 | Leeds | 20 | 5 | 7 | 8 | 26 | 33 | -7 | 22 |
| 17 | Nott. Forest | 21 | 6 | 3 | 12 | 21 | 34 | -13 | 21 |
| 18 | West Ham | 21 | 3 | 5 | 13 | 22 | 43 | -21 | 14 |
| 19 | Burnley | 20 | 3 | 3 | 14 | 20 | 39 | -19 | 12 |
| 20 | Wolves | 20 | 1 | 3 | 16 | 14 | 40 | -26 | 6 |
Athugasemdir




