Páll Sævar Guðjónsson, rödd Laugardalsvallar og pílunnar á Íslandi, gerði sér lítið og var með sjö rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enginn hefur spáð fleiri leikjum réttum en hann á þessu tímabili.
Það er spurning hvort Hinrik Harðarson, sóknarmaður Odd í Noregi, geti gert betur. Hann spáir í leikina að þessu sinni en ný umferð hefst í kvöld, á öðrum degi jóla.
Það er spurning hvort Hinrik Harðarson, sóknarmaður Odd í Noregi, geti gert betur. Hann spáir í leikina að þessu sinni en ný umferð hefst í kvöld, á öðrum degi jóla.
Man Utd 1 - 2 Newcastle (20:00 í kvöld)
Mitt annað lið þessa dagana er Manchester United, ég er farinn að halda lúmskt með þeim því ég nenni ekki að þurfa draga þó nokkuð marga United menn sem ég þekki upp úr rúminu eftir hverja umferð og baka ofan í þá til þess að gefa þeim einhverja vellíðan og segja þeim að það séu bjartari tímar framundan. Ég hef bara ekki orku í það lengur. Þannig ég vona þeir vinni.
Hins vegar mætir Jason Tindall's army og slekkur á jólaandanum í leikhúsi sorgarinnar. Bruno lausir United menn eru eins og Die Hard nema án Bruce Willis. Woltemade skorar eitt til tvö mörk, mögulegt sjálfsmark hjá þeim belgíska í markinu dreymdi mig líka. Endar 1-2.
Nottingham Forest 1 - 2 Man City (12:30 á morgun)
Erling Haaland hefur farið varlega í norska pinnakjötið og Smash pokann. Hann skorar úr víti. Sean Dyche gaf mönnum grænt ljós á mat og drykk og jafna þeir því leikinn en síðan kemur Cherki inn sem byrjaði á bekknum fyrir leikinn vegna nokkra auka kílóa og tryggir þrjú stig í jólapokann.
Arsenal 1 - 2 Brighton (15:00 á morgun)
Tony Pulis' army fá þýska unglinginn í heimsókn. Hann virðist oft vera AI hann Hurzeler, það er aldrei neitt nýtt í gangi. Leikmennirnir hreyfast alltaf eins og enginn viti hvaðan þessir leikmenn koma eða hvernig leikirnir þeirra fara en þeir eru alltaf fyrir miðja deild. Sá stutti í marki Arsenal gefur Brighton mark en Saka jafnar. Síðan fer Arteta að tefja en áttar sig á að staðan er bara 1-1, fer framar með liðið en fær það í bakið og hinn vanmetni Danny Welbeck lokar þessu.
Brentford 2 - 2 Bournemouth (15:00 á morgun)
Þetta er jafnteflisleikur en ætli hinn írski Buffon í marki Brentford verji ekki víti eins og vanalega? Bournmouth kemst yfir í öllum sínum leikjum en Iraola kann ekki að loka þeim. Brentford jafnar tvisvar.
Burnley 0 - 0 Everton (15:00 á morgun)
Ætli maður fái það ekki í gegn að taka þennan í sal eitt í Laugarásbíó og helst í 3D, njóta og glósa.
Liverpool 3 - 0 Wolves (15:00 á morgun)
Slot's army heldur áfram að sýna af hverju þeir eru meistarar. Hafa ekki tapað síðan í nóvember og enn og aftur er Slot að sýna af hverju hann er sá besti. Eketike heldur áfram að gefa og skorar tvö mörk og Van Dijk með eitt. Það er eitthvað sérstakt í loftinu á Anfield og stemningin verður svakaleg.
West Ham 1 - 3 Fulham (15:00 á morgun)
West Ham eru ellefu einstaklingar en ekki lið. Fullkrug heldur áfram að reyna laga í sér tennurnar á bekknum og horfir á strákana hans Marco Silva sou videa sína menn.
Chelsea 2 - 3 Aston Villa (17:30 á morgun)
Freku krakkarnir hans Maresca ráða engan veginn við neitt mótlæti. Flottir þegar himininn er blár og sólin skín en þegar það fer að dimma og rigna brotna þeir niður. Maresca sem hefur vælt eins og barn að hafa ekki fengið að versla enn einn hafsentinn á lokadögum gluggans eftir hann verslaði tíu kantmenn brotnar niður eftir leik.
Sunderland 2 - 2 Leeds (14:00 á sunnudag)
Sunderland tekur enga fanga. Þýski aginn í Farke ekki heldur. Þetta er naglbítur.
Crystal Palace 2 - 0 Tottenham (16:30 á sunnudag)
Thomas Frank's army er að molna saman. Hjammi mætir á Ölver fyrir leik og syngur og trallar en trallið hættir fljótlega eftir kick off. Marc Guehi er með hausinn á Anfield eðlilega og heldur hreinu og hinn trausti Will Hughes setur hann fyrir utan teig.
Fyrri spámenn:
Páll Sævar (7 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Sandra Erlingsdóttir (5 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 17 | 12 | 3 | 2 | 31 | 10 | +21 | 39 |
| 2 | Man City | 17 | 12 | 1 | 4 | 41 | 16 | +25 | 37 |
| 3 | Aston Villa | 17 | 11 | 3 | 3 | 27 | 18 | +9 | 36 |
| 4 | Chelsea | 17 | 8 | 5 | 4 | 29 | 17 | +12 | 29 |
| 5 | Liverpool | 17 | 9 | 2 | 6 | 28 | 25 | +3 | 29 |
| 6 | Sunderland | 17 | 7 | 6 | 4 | 19 | 17 | +2 | 27 |
| 7 | Man Utd | 17 | 7 | 5 | 5 | 31 | 28 | +3 | 26 |
| 8 | Crystal Palace | 17 | 7 | 5 | 5 | 21 | 19 | +2 | 26 |
| 9 | Brighton | 17 | 6 | 6 | 5 | 25 | 23 | +2 | 24 |
| 10 | Everton | 17 | 7 | 3 | 7 | 18 | 20 | -2 | 24 |
| 11 | Newcastle | 17 | 6 | 5 | 6 | 23 | 22 | +1 | 23 |
| 12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 24 | 25 | -1 | 23 |
| 13 | Fulham | 17 | 7 | 2 | 8 | 24 | 26 | -2 | 23 |
| 14 | Tottenham | 17 | 6 | 4 | 7 | 26 | 23 | +3 | 22 |
| 15 | Bournemouth | 17 | 5 | 7 | 5 | 26 | 29 | -3 | 22 |
| 16 | Leeds | 17 | 5 | 4 | 8 | 24 | 31 | -7 | 19 |
| 17 | Nott. Forest | 17 | 5 | 3 | 9 | 17 | 26 | -9 | 18 |
| 18 | West Ham | 17 | 3 | 4 | 10 | 19 | 35 | -16 | 13 |
| 19 | Burnley | 17 | 3 | 2 | 12 | 19 | 34 | -15 | 11 |
| 20 | Wolves | 17 | 0 | 2 | 15 | 9 | 37 | -28 | 2 |
Athugasemdir


