Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 06. febrúar 2020 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðan fín á Laugardalsvelli - Leikurinn eftir sjö vikur
Icelandair
Vallarstarfsmenn hafa unnið hörðum höndum.
Vallarstarfsmenn hafa unnið hörðum höndum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í umspilsleik Íslands gegn Rúmeníu fyrir EM 2020. Leikurinn á að fara fram á Laugardalsvelli þann 26. mars næstkomandi.

Sigurliðið leikur svo gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu ytra um að spila í úrslitakeppni EM.

Íþróttafréttamaðurinn Arnar Björnsson fór og kannaði stöðun á þjóðarleikvanginum eins og fram kemur á Vísi.

Þann 19. janúar birti KSÍ myndir þar sem starfsmenn unnu að því að koma snjó af vellinum, en völlurinn lítur betur út í dag.

„Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar," sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, við Arnar.

Þrjár vikur fyrir leik verður sett sérstök hitapylsa yfir völlinn þar sem þjóðarleikvangurinn hefur ekki undirhita, ólíkt nær öllum þjóðarleikvöngum heimsins.

„Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni."

„Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar," sagði Kristinn.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni Laugardalsvöllur á áætlun - Fagaðili frá UEFA væntanlegur
Athugasemdir
banner
banner