Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Liverpool undir gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Það er einn stórleikur á dagskrá í enska boltanum í kvöld þar sem Liverpool tekur á móti Tottenham Hotspur í undanúrslitum deildabikarsins.

Tottenham mætir inn í leikinn á Anfield með forystu eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli.

Búast má við að bæði lið mæti til leiks með sín sterkustu byrjunarlið í þennan slag, en sigurvegari kvöldsins mætir Newcastle United í úrslitaleik bikarsins.

Tottenham er enn að glíma við mikil meiðslavandræði þar sem Ange Postecoglou verður án níu leikmanna fyrir slaginn gegn Liverpool.

Trent Alexander-Arnold er eini leikmaðurinn á meiðslalista Liverpool.

Leikur kvöldsins
20:00 Liverpool - Tottenham
Athugasemdir
banner
banner