lau 06. mars 2021 11:20
Aksentije Milisic
Segir að Rashford þurfi á hvíld og aðgerð að halda
Mynd: Getty Images
Henry Winter, einn vinsælasti fjölmiðlamaður Bretlands, segir að Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, sé að spila meiddur og að hann þurfi að fara í aðgerð í eitt skipti fyrir öll.

Winter segir að hann sé að spila með meiðsli í öxl og að hann þurfi að fara í aðgerð eftir Evrópumótið næsta sumar.

„Hann er að spila meiddur og gæti þurft að fara í aðgerð eftir EM. Rashford mun alltaf pína sig áfram og spila fyrir Manchester United, hann elskar félagið og elskar að spila. En hann þarf hvíld," sagði Winter

Marcus Rashford hefur spilað 42 leiki fyrir United á þessu tímabili og gert í þeim leikjum 18 mörk. Sex af þessum mörkum komu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en þar komst United ekki upp úr riðli sínum og spilar því í Evrópudeildinni þar sem liðið er komið í sextán liða úrslit.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner