Þann 23. mars hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Landsliðsmenn Íslands reimuðu á sig markaskóna um helgina og lofar það góðu fyrir komandi leiki.
Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Lyngby gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni og Hákon Arnar Haraldsson var meðal markaskorara FCK í 7-0 sigri gegn OB.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði tvennu í 4-2 sigri OH Leuven gegn Waregem í Belgíu og Arnór Sigurðsson skoraði tvö og Arnór Ingvi Traustason eitt þegar Norrköping vann 4-0 gegn Gautaborg.
Athugasemdir