Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 06. mars 2023 10:40
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsmenn reima á sig markaskóna í aðdraganda landsleikja
Icelandair
Jón Dagur skoraði tvö mörk um helgina.
Jón Dagur skoraði tvö mörk um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þann 23. mars hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

Landsliðsmenn Íslands reimuðu á sig markaskóna um helgina og lofar það góðu fyrir komandi leiki.

Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Lyngby gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni og Hákon Arnar Haraldsson var meðal markaskorara FCK í 7-0 sigri gegn OB.

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði tvennu í 4-2 sigri OH Leuven gegn Waregem í Belgíu og Arnór Sigurðsson skoraði tvö og Arnór Ingvi Traustason eitt þegar Norrköping vann 4-0 gegn Gautaborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner