Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang og Kanté skoruðu í uppbótartíma
Mynd: Instagram
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í efstu deild sádi-arabíska boltans í kvöld, þar sem topplið Al-Ittihad gerði jafntefli þriðja leikinn í röð.

Al-Ittihad heimsótti Al-Qadisiya og var staðan markalaus allt þar til í uppbótartíma, þegar Pierre-Emerick Aubameyang tók forystuna fyrir heimamenn í liði Al-Qadisiya sem höfðu verið sterkari aðilinn allan leikinn.

Stjörnum prýtt gestalið Al-Ittihad svaraði þó fyrir sig með jöfnunarmarki á 96. mínútu, þar sem stórstjörnurnar Karim Benzema og N'Golo Kanté tengdu saman til að setja boltann í netið.

Fabinho, Moussa Diaby, Steven Bergwijn, Houssem Aouar og Danilo Pereira voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Al-Ittihad, með Predrag Rajkovic á milli stanganna.

Nacho Fernández og Nahitan Nández eru þekktustu leikmenn úr byrjunarliði Al-Qadisiya ásamt markverðinum Koen Casteels.

Ittihad er áfram á toppinum með 58 stig eftir 24 umferðir, sjö stigum meira heldur en Al-Hilal sem á leik til góða. Nýliðar Al-Qadisiya eru með 51 stig.

Odion Ighalo skoraði þá í 3-1 sigri Al-Wehda á meðan Al-Kholood sigraði heimaleik.

Al-Qadisiya 1 - 1 Al-Ittihad
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang ('91)
1-1 N'Golo Kante ('96)

Al-Kholood 2 - 1 Al-Fateh

Al-Wehda 3 - 1 Al-Raed

Athugasemdir
banner
banner