Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   mið 04. júní 2025 22:37
Anton Freyr Jónsson
Jói B: Búinn að hóta þessu allt tímabilið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög ánægður með sigurinn, þetta var baráttuleikur og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og ég er bara ánægður að hafa náð að klára þetta." sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir sigurinn á Þrótti í kvöld og er ÍR komið á toppinn í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: ÍR 2 -  1 Þróttur R.

„Að sjálfsögðu er það planið að reyna byrja að krafti, þetta gat varla byrjað betur fyrir okkur. Mér fannst samt fyrsta korterið þrátt fyrir að við höfum náð að skora þarna í fyrstu sókn að þá lögðumst við aðeins of mikið niður en svo unnum við okkur vel inn í leikinn og fengum þrjú til fjögur mjög góð færi til að komast í 2-0 en Þróttararnir eru með gott lið og þetta var bara erfiður leikur."

Óðinn Bjarkarson skoraði sigurmark leiksins og Jóhann Birnir hrósaði honum eftir leikinn í kvöld.

„Mjög gaman að sjá Óðinn skora, hann er búin að vera hóta þessu allt tímabilið og bara frábært að sjá hann skora. Hann kom léttur og ferskur inn í þetta, geggjaður peyi og gaman að sjá hann setja hann svona" sagði Jói um Óðinn sem var nýkominn úr útskriftarferð. 

Jóhann Birni fannst liðið leggjast niður eftir að liðið komst yfir en það var ekki ætlunin. 

„Við ætluðum ekkert að gera það en þeir kannski pinna okkur niður. Þeir eru náttúrlega bara fínir í fótbolta og vel drillað lið, sérstaklega á boltanum, náðu að spila honum og náðu að spila honum inn í þessi svæði sem varð til þess að við þurftum aðeins að falla niður en um leið og við náðum að stíga aðeins upp á þá fannst mér við vera með stjórnina."

Þróttur Reykjavík jafnaði snemma í síðari hálfleik og Jóhann Birnir var ánægður með karakterinn í sínu liði að ná að svara því og vinna leikinn.

„Mikill karakter í liðinu, samsetningin á liðinu er þannig, þetta eru mjög flottir strákar sem leggja allt í þetta og við erum bara ánægðir."


Athugasemdir
banner