Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 04. júní 2025 22:37
Anton Freyr Jónsson
Jói B: Búinn að hóta þessu allt tímabilið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög ánægður með sigurinn, þetta var baráttuleikur og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og ég er bara ánægður að hafa náð að klára þetta." sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir sigurinn á Þrótti í kvöld og er ÍR komið á toppinn í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: ÍR 2 -  1 Þróttur R.

„Að sjálfsögðu er það planið að reyna byrja að krafti, þetta gat varla byrjað betur fyrir okkur. Mér fannst samt fyrsta korterið þrátt fyrir að við höfum náð að skora þarna í fyrstu sókn að þá lögðumst við aðeins of mikið niður en svo unnum við okkur vel inn í leikinn og fengum þrjú til fjögur mjög góð færi til að komast í 2-0 en Þróttararnir eru með gott lið og þetta var bara erfiður leikur."

Óðinn Bjarkarson skoraði sigurmark leiksins og Jóhann Birnir hrósaði honum eftir leikinn í kvöld.

„Mjög gaman að sjá Óðinn skora, hann er búin að vera hóta þessu allt tímabilið og bara frábært að sjá hann skora. Hann kom léttur og ferskur inn í þetta, geggjaður peyi og gaman að sjá hann setja hann svona" sagði Jói um Óðinn sem var nýkominn úr útskriftarferð. 

Jóhann Birni fannst liðið leggjast niður eftir að liðið komst yfir en það var ekki ætlunin. 

„Við ætluðum ekkert að gera það en þeir kannski pinna okkur niður. Þeir eru náttúrlega bara fínir í fótbolta og vel drillað lið, sérstaklega á boltanum, náðu að spila honum og náðu að spila honum inn í þessi svæði sem varð til þess að við þurftum aðeins að falla niður en um leið og við náðum að stíga aðeins upp á þá fannst mér við vera með stjórnina."

Þróttur Reykjavík jafnaði snemma í síðari hálfleik og Jóhann Birnir var ánægður með karakterinn í sínu liði að ná að svara því og vinna leikinn.

„Mikill karakter í liðinu, samsetningin á liðinu er þannig, þetta eru mjög flottir strákar sem leggja allt í þetta og við erum bara ánægðir."


Athugasemdir
banner