Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. apríl 2020 16:31
Fótbolti.net
Heimild: Stöð 2 Sport 
Arnór Ingvi: Mér finnst þetta spes en maður þarf bara að hlýða
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Eyþór Árnason
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. Hann var þá nýkominn af æfingu.

Svíar hafa tekið kórónaveirufaraldrinum mun lausari tökum en flest önnur lönd.

„Við vorum að byrja aftur að æfa. Við erum með plan hvernig við eigum að æfa og halda okkur gangandi. Við fáum ekki að fara inn í klefa og förum í sturtu heima," segir Arnór.

Hann segir þó að engin fjarlægðatakmörk séu á æfingunum sjálfum og þær séu teknar af fullum krafti, ólíkt því sem gert er víðast annars staðar.

„Við erum að reyna allt sem við getum til að sleppa því að taka óþarfa snertingar. Mér finnst þetta mjög spes en maður er á samning hér og þarf bara að hlýða. Þetta er skrítið en maður vill vera á æfingum. Heilsan og allt það skiptir samt mestu máli."

Henry spurði hann hvort honum þætti óþægilegt að mæta á æfingar.

„Bæði og. Það eru allir með hanska og enginn kemur við neitt að óþörfu," segir Arnór sem finnst sænska þjóðin vera kærulaus þegar kemur að veirunni.

„Mér finnst fólk ekki vera að taka þessu alvarlega. Það er eins og fólki sé sama og það heldur sinni daglegu rútínu áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner