Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 06. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Oft á Ítalíu keyptir inn 12-15 menn og þá eru aðrir settir út í kuldann"
Réttasta skrefið akkúrat núna
Í leik með Keflavík í fyrra
Í leik með Keflavík í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skiptin gerast mjög hratt, ég fæ að vita fyrir nokkrum dögum síðan að FH sé að reyna kaupa mig. Svo var þetta klappað og klárt og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu," Davíð Snær Jóhannsson sem gekk í raðir FH í gær. Hann kom til Fimleikafélagsins frá Lecce á Ítalíu.

„Mér líður klárlega eins og ég sé að taka rétt skref, það réttasta í stöðunni akkúrat núna er að koma heim og spila með FH þar sem er mikill vilji til að ná árangri."

Davíð er uppalinn í Keflavík og lék með liðinu þar til hann fór til Lecce í janúar.

„Ég held að það segi sig sjálft að þegar þú ert kominn í þessa stóru klúbba að þá eru titlar númer eitt. Hjá Keflavík var þetta aðeins öðruvísi, aðalatriðið var að halda sér í deildinni og vera öruggir en hjá FH er það ekki nóg. Stefnan er að vinna titla og ég er mjög spenntur fyrir því."

„Það var í raun FH sem heild sem sannfærði mig um að koma. Ég er mjög spenntur fyrir Óla [þjálfara] sem er með frábæra reynslu og getur kennt mér margt og Bjössi [aðstoðarþjálfari] getur það líka. Svo eru líka fullt af leikmönnum sem ég bæði þekki og er spenntur fyrir að læra fullt af."

„Ég lærði fullt á Ítalíu en staðan var bara þannig að það var annað hvort að koma heim eða bíða eftir einhverju sem kæmi kannski seinna."


Hafði það áhrif að Lecce er mögulega að fara upp í Serie A? „Já, klárlega. Á Ítalíu er það oft gert að það eru keyptir 12-15 leikmenn og þá eru aðrir oft settir út í kuldann. Ég hef ekert verið í kringum aðalliðið og ég tel þetta bara rétt skref akkúrat núna."

„Það er draumur okkar allra, sem eru að spila á Íslandi, að spila erlendis. En akkúrat núna er ég frekar rólegur yfir þessu og er með mín markmið hjá FH klár. Það er kannski ekki best að vera alltaf að hugsa um eitthvað erlendis. Mín markmið hér heima eru mjög skýr og svo gerist bara það sem gerist,"
sagði Davíð Snær.

Hann lék með Primavera liði Lecce (vara- og U19 lið) en hann var á lokaárinu í þeim aldursflokki. Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Þóri Jóhann Helgason og U21 árs landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner