Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fös 06. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Oft á Ítalíu keyptir inn 12-15 menn og þá eru aðrir settir út í kuldann"
Réttasta skrefið akkúrat núna
Í leik með Keflavík í fyrra
Í leik með Keflavík í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skiptin gerast mjög hratt, ég fæ að vita fyrir nokkrum dögum síðan að FH sé að reyna kaupa mig. Svo var þetta klappað og klárt og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu," Davíð Snær Jóhannsson sem gekk í raðir FH í gær. Hann kom til Fimleikafélagsins frá Lecce á Ítalíu.

„Mér líður klárlega eins og ég sé að taka rétt skref, það réttasta í stöðunni akkúrat núna er að koma heim og spila með FH þar sem er mikill vilji til að ná árangri."

Davíð er uppalinn í Keflavík og lék með liðinu þar til hann fór til Lecce í janúar.

„Ég held að það segi sig sjálft að þegar þú ert kominn í þessa stóru klúbba að þá eru titlar númer eitt. Hjá Keflavík var þetta aðeins öðruvísi, aðalatriðið var að halda sér í deildinni og vera öruggir en hjá FH er það ekki nóg. Stefnan er að vinna titla og ég er mjög spenntur fyrir því."

„Það var í raun FH sem heild sem sannfærði mig um að koma. Ég er mjög spenntur fyrir Óla [þjálfara] sem er með frábæra reynslu og getur kennt mér margt og Bjössi [aðstoðarþjálfari] getur það líka. Svo eru líka fullt af leikmönnum sem ég bæði þekki og er spenntur fyrir að læra fullt af."

„Ég lærði fullt á Ítalíu en staðan var bara þannig að það var annað hvort að koma heim eða bíða eftir einhverju sem kæmi kannski seinna."


Hafði það áhrif að Lecce er mögulega að fara upp í Serie A? „Já, klárlega. Á Ítalíu er það oft gert að það eru keyptir 12-15 leikmenn og þá eru aðrir oft settir út í kuldann. Ég hef ekert verið í kringum aðalliðið og ég tel þetta bara rétt skref akkúrat núna."

„Það er draumur okkar allra, sem eru að spila á Íslandi, að spila erlendis. En akkúrat núna er ég frekar rólegur yfir þessu og er með mín markmið hjá FH klár. Það er kannski ekki best að vera alltaf að hugsa um eitthvað erlendis. Mín markmið hér heima eru mjög skýr og svo gerist bara það sem gerist,"
sagði Davíð Snær.

Hann lék með Primavera liði Lecce (vara- og U19 lið) en hann var á lokaárinu í þeim aldursflokki. Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Þóri Jóhann Helgason og U21 árs landsliðið.
Athugasemdir
banner