Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 06. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Oft á Ítalíu keyptir inn 12-15 menn og þá eru aðrir settir út í kuldann"
Réttasta skrefið akkúrat núna
Í leik með Keflavík í fyrra
Í leik með Keflavík í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skiptin gerast mjög hratt, ég fæ að vita fyrir nokkrum dögum síðan að FH sé að reyna kaupa mig. Svo var þetta klappað og klárt og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu," Davíð Snær Jóhannsson sem gekk í raðir FH í gær. Hann kom til Fimleikafélagsins frá Lecce á Ítalíu.

„Mér líður klárlega eins og ég sé að taka rétt skref, það réttasta í stöðunni akkúrat núna er að koma heim og spila með FH þar sem er mikill vilji til að ná árangri."

Davíð er uppalinn í Keflavík og lék með liðinu þar til hann fór til Lecce í janúar.

„Ég held að það segi sig sjálft að þegar þú ert kominn í þessa stóru klúbba að þá eru titlar númer eitt. Hjá Keflavík var þetta aðeins öðruvísi, aðalatriðið var að halda sér í deildinni og vera öruggir en hjá FH er það ekki nóg. Stefnan er að vinna titla og ég er mjög spenntur fyrir því."

„Það var í raun FH sem heild sem sannfærði mig um að koma. Ég er mjög spenntur fyrir Óla [þjálfara] sem er með frábæra reynslu og getur kennt mér margt og Bjössi [aðstoðarþjálfari] getur það líka. Svo eru líka fullt af leikmönnum sem ég bæði þekki og er spenntur fyrir að læra fullt af."

„Ég lærði fullt á Ítalíu en staðan var bara þannig að það var annað hvort að koma heim eða bíða eftir einhverju sem kæmi kannski seinna."


Hafði það áhrif að Lecce er mögulega að fara upp í Serie A? „Já, klárlega. Á Ítalíu er það oft gert að það eru keyptir 12-15 leikmenn og þá eru aðrir oft settir út í kuldann. Ég hef ekert verið í kringum aðalliðið og ég tel þetta bara rétt skref akkúrat núna."

„Það er draumur okkar allra, sem eru að spila á Íslandi, að spila erlendis. En akkúrat núna er ég frekar rólegur yfir þessu og er með mín markmið hjá FH klár. Það er kannski ekki best að vera alltaf að hugsa um eitthvað erlendis. Mín markmið hér heima eru mjög skýr og svo gerist bara það sem gerist,"
sagði Davíð Snær.

Hann lék með Primavera liði Lecce (vara- og U19 lið) en hann var á lokaárinu í þeim aldursflokki. Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Þóri Jóhann Helgason og U21 árs landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner