Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fös 06. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Oft á Ítalíu keyptir inn 12-15 menn og þá eru aðrir settir út í kuldann"
Réttasta skrefið akkúrat núna
Í leik með Keflavík í fyrra
Í leik með Keflavík í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skiptin gerast mjög hratt, ég fæ að vita fyrir nokkrum dögum síðan að FH sé að reyna kaupa mig. Svo var þetta klappað og klárt og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu," Davíð Snær Jóhannsson sem gekk í raðir FH í gær. Hann kom til Fimleikafélagsins frá Lecce á Ítalíu.

„Mér líður klárlega eins og ég sé að taka rétt skref, það réttasta í stöðunni akkúrat núna er að koma heim og spila með FH þar sem er mikill vilji til að ná árangri."

Davíð er uppalinn í Keflavík og lék með liðinu þar til hann fór til Lecce í janúar.

„Ég held að það segi sig sjálft að þegar þú ert kominn í þessa stóru klúbba að þá eru titlar númer eitt. Hjá Keflavík var þetta aðeins öðruvísi, aðalatriðið var að halda sér í deildinni og vera öruggir en hjá FH er það ekki nóg. Stefnan er að vinna titla og ég er mjög spenntur fyrir því."

„Það var í raun FH sem heild sem sannfærði mig um að koma. Ég er mjög spenntur fyrir Óla [þjálfara] sem er með frábæra reynslu og getur kennt mér margt og Bjössi [aðstoðarþjálfari] getur það líka. Svo eru líka fullt af leikmönnum sem ég bæði þekki og er spenntur fyrir að læra fullt af."

„Ég lærði fullt á Ítalíu en staðan var bara þannig að það var annað hvort að koma heim eða bíða eftir einhverju sem kæmi kannski seinna."


Hafði það áhrif að Lecce er mögulega að fara upp í Serie A? „Já, klárlega. Á Ítalíu er það oft gert að það eru keyptir 12-15 leikmenn og þá eru aðrir oft settir út í kuldann. Ég hef ekert verið í kringum aðalliðið og ég tel þetta bara rétt skref akkúrat núna."

„Það er draumur okkar allra, sem eru að spila á Íslandi, að spila erlendis. En akkúrat núna er ég frekar rólegur yfir þessu og er með mín markmið hjá FH klár. Það er kannski ekki best að vera alltaf að hugsa um eitthvað erlendis. Mín markmið hér heima eru mjög skýr og svo gerist bara það sem gerist,"
sagði Davíð Snær.

Hann lék með Primavera liði Lecce (vara- og U19 lið) en hann var á lokaárinu í þeim aldursflokki. Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Þóri Jóhann Helgason og U21 árs landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner