Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 06. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Oft á Ítalíu keyptir inn 12-15 menn og þá eru aðrir settir út í kuldann"
Réttasta skrefið akkúrat núna
Í leik með Keflavík í fyrra
Í leik með Keflavík í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skiptin gerast mjög hratt, ég fæ að vita fyrir nokkrum dögum síðan að FH sé að reyna kaupa mig. Svo var þetta klappað og klárt og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu," Davíð Snær Jóhannsson sem gekk í raðir FH í gær. Hann kom til Fimleikafélagsins frá Lecce á Ítalíu.

„Mér líður klárlega eins og ég sé að taka rétt skref, það réttasta í stöðunni akkúrat núna er að koma heim og spila með FH þar sem er mikill vilji til að ná árangri."

Davíð er uppalinn í Keflavík og lék með liðinu þar til hann fór til Lecce í janúar.

„Ég held að það segi sig sjálft að þegar þú ert kominn í þessa stóru klúbba að þá eru titlar númer eitt. Hjá Keflavík var þetta aðeins öðruvísi, aðalatriðið var að halda sér í deildinni og vera öruggir en hjá FH er það ekki nóg. Stefnan er að vinna titla og ég er mjög spenntur fyrir því."

„Það var í raun FH sem heild sem sannfærði mig um að koma. Ég er mjög spenntur fyrir Óla [þjálfara] sem er með frábæra reynslu og getur kennt mér margt og Bjössi [aðstoðarþjálfari] getur það líka. Svo eru líka fullt af leikmönnum sem ég bæði þekki og er spenntur fyrir að læra fullt af."

„Ég lærði fullt á Ítalíu en staðan var bara þannig að það var annað hvort að koma heim eða bíða eftir einhverju sem kæmi kannski seinna."


Hafði það áhrif að Lecce er mögulega að fara upp í Serie A? „Já, klárlega. Á Ítalíu er það oft gert að það eru keyptir 12-15 leikmenn og þá eru aðrir oft settir út í kuldann. Ég hef ekert verið í kringum aðalliðið og ég tel þetta bara rétt skref akkúrat núna."

„Það er draumur okkar allra, sem eru að spila á Íslandi, að spila erlendis. En akkúrat núna er ég frekar rólegur yfir þessu og er með mín markmið hjá FH klár. Það er kannski ekki best að vera alltaf að hugsa um eitthvað erlendis. Mín markmið hér heima eru mjög skýr og svo gerist bara það sem gerist,"
sagði Davíð Snær.

Hann lék með Primavera liði Lecce (vara- og U19 lið) en hann var á lokaárinu í þeim aldursflokki. Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Þóri Jóhann Helgason og U21 árs landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner