Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   lau 06. júní 2020 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Ásgeir sleit hásin og verður ekki með FH í sumar
Brynjar Ásgeir spilar ekki á tímabilinu.
Brynjar Ásgeir spilar ekki á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ásgeir Guðmundsson verður ekkert með FH í sumar eftir að hafa slitið hásin á æfingu. Hann staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net.

Brynjar fer í aðgerð eftir 7-10 daga og við tekur svo langt endurhæfingarferli. „Svo tekur við endurhæfing sem tekur sex til átta mánuði svo ég set stefnuna á að vera kominn á fullt í febrúar eða mars."

„Þó það sé aldrei góður tími til að meiðast þá er þetta sérstaklega slæmur tími. Ég er búinn að æfa vel og loksins þegar þetta tímabil er að hefjast þá er manni skellt niður á jörðina. En ég tek að mér bara annað hlutverk í liðinu utan vallar núna og ætla leggja mitt af mörkum svo FH-liðið vinni titla í haust," segir Brynjar.

Brynjar er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað flestar stöður aftar á vellinum. Brynjar er uppalinn í FH og hefur leikið með Fimleikafélaginu allan sinn feril, fyrir utan tvö ár í Grindavík.

Í fyrra spilaði Brynjar 12 leiki í deild og bikar, og skoraði tvö mörk, þegar FH hafnaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar.

FH-ingum er spáð fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar í spá Fótbolta.net fyrir sumarið. Ljóst er að meiðsli Brynjars munu hafa mikil áhrif á FH, sérstaklega upp á breiddina að gera.
Athugasemdir
banner
banner