lau 06. júní 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Muller í sögubækurnar - Bayern að bæta markamet
Ekki nógu góður fyrir landsliðið.
Ekki nógu góður fyrir landsliðið.
Mynd: Getty Images
FC Bayern skoraði fjögur mörk í 2-4 sigri í stórleik gegn Bayer Leverkusen í dag.

Bayern er það með búið að skora 90 mörk í fyrstu 30 umferðum tímabilsins, sem er met í þýsku deildinni. Markametið yfir heilt tímabil er 101 mark, úr 34 leikjum. Bæjarar þurfa því að skora ellefu mörk í síðustu fjórum umferðunum til að bæta eigið met.

Liðið á eftir að spila við Borussia Mönchengladbach, Werder Bremen, Freiburg og Wolfsburg.

Thomas Müller átti tvær stoðsendingar í leiknum og er kominn með 20 stoðsendingar á deildartímabilinu. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn til að afreka það í fimm bestu deildum Evrópu á síðustu 13 árum, eða frá 2006-07. Kevin De Bruyne fór yfir 20 stoðsendingar með Wolfsburg 2015 og Xavi þar áður með Barcelona 2009.

Robert Lewandowski skoraði þá sitt 44. mark í 38 leikjum á tímabilinu. Hann bætti þannig eigið markamet frá 2016-17 þegar hann skoraði 43 mörk.

Florian Wirtz, táningur Leverkusen, bætti einnig met í leiknum. Hann skoraði og varð þar með yngsti leikmaðurinn til að skora í sögu þýsku deildarinnar. Wirtz er 17 ára, eins mánaða og þriggja daga gamall.

Wirtz bætti met Nuri Sahin sem var 17 ára, tveggja mánaða og 21 dags gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner