þri 06. júní 2023 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Ittihad að ganga frá félagsskiptum Kante
Kante hefur unnið sjö mismunandi titla með Chelsea.
Kante hefur unnið sjö mismunandi titla með Chelsea.
Mynd: EPA

Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante er að skrifa undir samning við sádí-arabíska félagið Al-Ittihad sem var að ganga frá samningi við Karim Benzema fyrr í kvöld.


Fabrizio Romano greinir frá því að Kante sé búinn að samþykkja risasamning frá Al-Ittihad sem mun skila honum 200 milljónum evra í heildarlaunagreiðslur yfir tvö tímabil.

Romano segir samninginn vera svo gott sem frágenginn og verður Kante því í Sádí-Arabíu til 2025, eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með bæði Leicester og Chelsea. Kante hefur unnið allt mögulegt á ferli sínum sem leikmaður að undanskildu EM landsliða, þar sem hann hreppti silfurverðlaun með Frakklandi 2016.

Al-Nassr hafði einnig áhuga á að krækja í Kante en hann er á leið til Al-Ittihad, en bæði þessi félög eru í eigu sádí-arabísku ríkisstjórnarinnar.

Kante, sem er 32 ára gamall, var nálægt því að gera nýjan samning við Chelsea í vor en það varð ekkert úr þeim viðræðum.


Athugasemdir
banner
banner