Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Adarabioyo búinn að skrifa undir hjá Chelsea
Mynd: Getty Images

Tosin Adarabioyo er búinn að skrifa undir samning hjá Chelsea en frá þessu greinir Fabrizio Romano.


Adarabioyo fór í læknisskoðun í gær og skrifaði í kjölfarið undir fjögurra ára samning.

Hann er 26 ára gamall enskur varnarmaður og gengur til liðs við félagið á frjáalsri sölu frá Fulham.

Adarabioyo þekkir til Enzo Maresca stjóra Chelsea en þeir unnu saman hjá Manchester City áður en varnarmaðurinn gekk til liðs við Fulham árið 2020.


Athugasemdir
banner
banner
banner