Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. júlí 2021 14:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmundur Steinn í Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Steinn Hafsteinsson er genginn í raðir Fylkis og er kominn með leikheimild með liðinu.

Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á föstudag þegar Fylkir mætir HK.

Guðmundur er 32 ára gamall framherji sem lék með KA síðasta sumar en hélt til Þýskalands og lék með Abtsvwind í vetur.

Hann er uppalinn Valsari og hefur einnig leikið með HK, Víkingi Ólafsvík, Fram, ÍBV og Stjörnunni hér á landi.

Guðmundur Steinn skoraði sex mörk í sautján leikjum með KA í fyrra. Alls hefur hann skorað 37 mörk í 145 leikjum í efstu deild á Íslandi.
Athugasemdir
banner