Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   þri 06. júlí 2021 22:12
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Óskar Smári: Það var ekki taktík sem vann þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll gerði sér ferð á Samsungvöllinn í kvöld og mætti þar Stjörnunni þar sem þær fóru með 0-1 sigur af hólmi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls var skiljanlega mjög kátur eftir leik.

„Mér líður frábærlega. Okkur þjálfurunum líður mjög vel, það er búið að vera svolítið í maganum á okkur seinasta hálftímann og við þurftum að liggja vel til baka og vinna virkilega fyrir því að fá 3 stig hérna í dag. Þannig að okkur líður frábærlega."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Tindastóll

„Við lögðum leikinn upp með því að komast á bak við þær öðru megin, við ætluðum að hafa þor í að halda boltanum aðeins betur en við höfum verið að gera undanfarið. Þessi sigur vannst ekki á leikplaninu, stelpurnar unnu þennan leik á dugnaði, eljusemi, vinnu og ofboðslega duglegar allar sem ein. Hvílíkt hrós á þær, þær voru frábærar og það var ekki taktík sem vann þennan leik í dag.

Sigurinn í dag er fyrsti sigur Tindastóls frá 15. maí gegn ÍBV og finnst Óskari mikill léttir að fá loksins annan sigur.

„Okkur líður miklu betur núna og okkur finnst þungu fargi létt. Við vorum svolítið búnar að koma okkur í þá stöðu sem við viljum ekki vera í. Við teljum okkur vera Pepsi deildar lið og við erum það en við vorum búnar að koma okkur í þá stöðu að við vorum neðstar og ekki búnar að vinna í smá tíma. Sjálfstraustið var kannski minna en það á að vera þannig að þetta er svona þungu fargi létt af okkur en við vitum að. það býr það mikið í þessu liði að það var alltaf að koma annar sigur. Við vorum ekki að fara í úrvalsdeildina og vinna einn leik. Þannig að, gott og mikilvægt. Þetta eru fyrstu stigin á útivelli líka, þau eru mikilvæg og þetta er gott veganesti inní seinni umferðina."

Einnig talar Óskar um hvernig honum fannst fyrri hluti tímabilsins ganga og hvort liðið sé að fara að fá sér nýja leikmenn í glugganum.

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner