Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   þri 06. júlí 2021 22:12
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Óskar Smári: Það var ekki taktík sem vann þennan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll gerði sér ferð á Samsungvöllinn í kvöld og mætti þar Stjörnunni þar sem þær fóru með 0-1 sigur af hólmi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls var skiljanlega mjög kátur eftir leik.

„Mér líður frábærlega. Okkur þjálfurunum líður mjög vel, það er búið að vera svolítið í maganum á okkur seinasta hálftímann og við þurftum að liggja vel til baka og vinna virkilega fyrir því að fá 3 stig hérna í dag. Þannig að okkur líður frábærlega."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Tindastóll

„Við lögðum leikinn upp með því að komast á bak við þær öðru megin, við ætluðum að hafa þor í að halda boltanum aðeins betur en við höfum verið að gera undanfarið. Þessi sigur vannst ekki á leikplaninu, stelpurnar unnu þennan leik á dugnaði, eljusemi, vinnu og ofboðslega duglegar allar sem ein. Hvílíkt hrós á þær, þær voru frábærar og það var ekki taktík sem vann þennan leik í dag.

Sigurinn í dag er fyrsti sigur Tindastóls frá 15. maí gegn ÍBV og finnst Óskari mikill léttir að fá loksins annan sigur.

„Okkur líður miklu betur núna og okkur finnst þungu fargi létt. Við vorum svolítið búnar að koma okkur í þá stöðu sem við viljum ekki vera í. Við teljum okkur vera Pepsi deildar lið og við erum það en við vorum búnar að koma okkur í þá stöðu að við vorum neðstar og ekki búnar að vinna í smá tíma. Sjálfstraustið var kannski minna en það á að vera þannig að þetta er svona þungu fargi létt af okkur en við vitum að. það býr það mikið í þessu liði að það var alltaf að koma annar sigur. Við vorum ekki að fara í úrvalsdeildina og vinna einn leik. Þannig að, gott og mikilvægt. Þetta eru fyrstu stigin á útivelli líka, þau eru mikilvæg og þetta er gott veganesti inní seinni umferðina."

Einnig talar Óskar um hvernig honum fannst fyrri hluti tímabilsins ganga og hvort liðið sé að fara að fá sér nýja leikmenn í glugganum.

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner