Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 06. júlí 2021 22:12
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Óskar Smári: Það var ekki taktík sem vann þennan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll gerði sér ferð á Samsungvöllinn í kvöld og mætti þar Stjörnunni þar sem þær fóru með 0-1 sigur af hólmi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls var skiljanlega mjög kátur eftir leik.

„Mér líður frábærlega. Okkur þjálfurunum líður mjög vel, það er búið að vera svolítið í maganum á okkur seinasta hálftímann og við þurftum að liggja vel til baka og vinna virkilega fyrir því að fá 3 stig hérna í dag. Þannig að okkur líður frábærlega."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Tindastóll

„Við lögðum leikinn upp með því að komast á bak við þær öðru megin, við ætluðum að hafa þor í að halda boltanum aðeins betur en við höfum verið að gera undanfarið. Þessi sigur vannst ekki á leikplaninu, stelpurnar unnu þennan leik á dugnaði, eljusemi, vinnu og ofboðslega duglegar allar sem ein. Hvílíkt hrós á þær, þær voru frábærar og það var ekki taktík sem vann þennan leik í dag.

Sigurinn í dag er fyrsti sigur Tindastóls frá 15. maí gegn ÍBV og finnst Óskari mikill léttir að fá loksins annan sigur.

„Okkur líður miklu betur núna og okkur finnst þungu fargi létt. Við vorum svolítið búnar að koma okkur í þá stöðu sem við viljum ekki vera í. Við teljum okkur vera Pepsi deildar lið og við erum það en við vorum búnar að koma okkur í þá stöðu að við vorum neðstar og ekki búnar að vinna í smá tíma. Sjálfstraustið var kannski minna en það á að vera þannig að þetta er svona þungu fargi létt af okkur en við vitum að. það býr það mikið í þessu liði að það var alltaf að koma annar sigur. Við vorum ekki að fara í úrvalsdeildina og vinna einn leik. Þannig að, gott og mikilvægt. Þetta eru fyrstu stigin á útivelli líka, þau eru mikilvæg og þetta er gott veganesti inní seinni umferðina."

Einnig talar Óskar um hvernig honum fannst fyrri hluti tímabilsins ganga og hvort liðið sé að fara að fá sér nýja leikmenn í glugganum.

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner