Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 06. júlí 2021 22:12
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Óskar Smári: Það var ekki taktík sem vann þennan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll gerði sér ferð á Samsungvöllinn í kvöld og mætti þar Stjörnunni þar sem þær fóru með 0-1 sigur af hólmi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls var skiljanlega mjög kátur eftir leik.

„Mér líður frábærlega. Okkur þjálfurunum líður mjög vel, það er búið að vera svolítið í maganum á okkur seinasta hálftímann og við þurftum að liggja vel til baka og vinna virkilega fyrir því að fá 3 stig hérna í dag. Þannig að okkur líður frábærlega."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Tindastóll

„Við lögðum leikinn upp með því að komast á bak við þær öðru megin, við ætluðum að hafa þor í að halda boltanum aðeins betur en við höfum verið að gera undanfarið. Þessi sigur vannst ekki á leikplaninu, stelpurnar unnu þennan leik á dugnaði, eljusemi, vinnu og ofboðslega duglegar allar sem ein. Hvílíkt hrós á þær, þær voru frábærar og það var ekki taktík sem vann þennan leik í dag.

Sigurinn í dag er fyrsti sigur Tindastóls frá 15. maí gegn ÍBV og finnst Óskari mikill léttir að fá loksins annan sigur.

„Okkur líður miklu betur núna og okkur finnst þungu fargi létt. Við vorum svolítið búnar að koma okkur í þá stöðu sem við viljum ekki vera í. Við teljum okkur vera Pepsi deildar lið og við erum það en við vorum búnar að koma okkur í þá stöðu að við vorum neðstar og ekki búnar að vinna í smá tíma. Sjálfstraustið var kannski minna en það á að vera þannig að þetta er svona þungu fargi létt af okkur en við vitum að. það býr það mikið í þessu liði að það var alltaf að koma annar sigur. Við vorum ekki að fara í úrvalsdeildina og vinna einn leik. Þannig að, gott og mikilvægt. Þetta eru fyrstu stigin á útivelli líka, þau eru mikilvæg og þetta er gott veganesti inní seinni umferðina."

Einnig talar Óskar um hvernig honum fannst fyrri hluti tímabilsins ganga og hvort liðið sé að fara að fá sér nýja leikmenn í glugganum.

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner