Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 06. júlí 2021 22:12
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Óskar Smári: Það var ekki taktík sem vann þennan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll gerði sér ferð á Samsungvöllinn í kvöld og mætti þar Stjörnunni þar sem þær fóru með 0-1 sigur af hólmi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls var skiljanlega mjög kátur eftir leik.

„Mér líður frábærlega. Okkur þjálfurunum líður mjög vel, það er búið að vera svolítið í maganum á okkur seinasta hálftímann og við þurftum að liggja vel til baka og vinna virkilega fyrir því að fá 3 stig hérna í dag. Þannig að okkur líður frábærlega."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Tindastóll

„Við lögðum leikinn upp með því að komast á bak við þær öðru megin, við ætluðum að hafa þor í að halda boltanum aðeins betur en við höfum verið að gera undanfarið. Þessi sigur vannst ekki á leikplaninu, stelpurnar unnu þennan leik á dugnaði, eljusemi, vinnu og ofboðslega duglegar allar sem ein. Hvílíkt hrós á þær, þær voru frábærar og það var ekki taktík sem vann þennan leik í dag.

Sigurinn í dag er fyrsti sigur Tindastóls frá 15. maí gegn ÍBV og finnst Óskari mikill léttir að fá loksins annan sigur.

„Okkur líður miklu betur núna og okkur finnst þungu fargi létt. Við vorum svolítið búnar að koma okkur í þá stöðu sem við viljum ekki vera í. Við teljum okkur vera Pepsi deildar lið og við erum það en við vorum búnar að koma okkur í þá stöðu að við vorum neðstar og ekki búnar að vinna í smá tíma. Sjálfstraustið var kannski minna en það á að vera þannig að þetta er svona þungu fargi létt af okkur en við vitum að. það býr það mikið í þessu liði að það var alltaf að koma annar sigur. Við vorum ekki að fara í úrvalsdeildina og vinna einn leik. Þannig að, gott og mikilvægt. Þetta eru fyrstu stigin á útivelli líka, þau eru mikilvæg og þetta er gott veganesti inní seinni umferðina."

Einnig talar Óskar um hvernig honum fannst fyrri hluti tímabilsins ganga og hvort liðið sé að fara að fá sér nýja leikmenn í glugganum.

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner