Sænski framherjinn Viktor Gyökeres er á leið til Arsenal frá Sporting en þetta er fullyrt í íþróttablaði Aftonbladet og tekur Fabrizio Romano undir.
Mörg félög hafa barist um að landa Gyökeres eftir magnaða frammistöðu hans með Sporting.
Gyökeres er 27 ára gamall framherji sem kom til Sporting frá Coventry fyrir tveimur árum og hefur hann svo sannarlega blómstrað í Portúgal.
Á þessum tveimur árum hefur hann skorað 97 mörk í 102 leikjum, en svo virðist sem að sagan endalausa um Gyökeres sé að taka enda.
Aftonbladet segir að Arsenal sé mjög nálægt því að ganga frá viðræðum við Sporting um framherjann en hann kemur til með að kosta enska félagið um það bil 70 milljónir punda.
Fabrizio Romano bætir þá við að Arsenal hafi þegar náð samkomulagi við Gyökeres. Hann vill aðeins fara til Arsenal.
Arsenal og Sporting vonast eftir því að samkomulag verði í höfn í næstu viku og munu kaupin þá gera Gyökeres að dýrasta Svía sögunnar.
Alexander Isak og Zlatan Ibrahimovic eiga metið sem er í kringum 58 milljónir punda.
Athugasemdir