Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, ætlar að ræða við Nuno Espirito Santo og reyna að hreinsa andrúmsloftið með honum.
Það hefur verið þungt þeirra á milli síðustu vikur eftir að Marinakis réði Edu sem yfirmann fótboltamála hjá Forest. Nuno kann ekki vel við Edu og hefur ekki farið leynt með það.
Það hefur verið þungt þeirra á milli síðustu vikur eftir að Marinakis réði Edu sem yfirmann fótboltamála hjá Forest. Nuno kann ekki vel við Edu og hefur ekki farið leynt með það.
Nuno sagði nýverið að samband sitt við Marinakis hefði breyst en þeir voru mjög nánir á síðustu leiktíð.
Marinakis talaði jákvætt um samband þeirra við Evrópudeildardráttinn í dag og Nuno sagði þá ætla að ræða saman eftir leik helgarinnar gegn Úlfunum.
„Við þurfum að ræða um framtíð félagsins. Ég og eigandinn viljum það sama, það besta fyrir Forest. Það er alveg víst," sagði Nuno á fréttamannafundi í dag. „Ég held að við getum lagað þetta."
Athugasemdir