Tottenham hefur staðfest að hollenski landsliðsmaðurinn Xavi Simons sé genginn í raðir félagsins.
Hann kemur frá RB Leipzig í Þýskalandi og kostar 60 milljónir evra. Sú upphæð gæti síðar meira hækkað í 70 milljónir evra.
Hann kemur frá RB Leipzig í Þýskalandi og kostar 60 milljónir evra. Sú upphæð gæti síðar meira hækkað í 70 milljónir evra.
Hann mun klæðast treyju númer 7 hjá Tottenham en hann er sóknarsinnaður miðjumaður.
Hann hefur mikið verið orðaður við bæði Chelsea og Tottenham.
Undanfarnar vikur hefur verið talið líklegra að hann myndi enda hjá Chelsea en svo sveiflaðist pendúllinn og hann skrifaði undir hjá Spurs.
Simons, sem er 22 ára, ólst upp hjá Barcelona og Paris Saint-Germain. Hann var stórkostlegur með PSV fyrir nokkrum árum og lék svo afar vel með Leipzig.
Simons á að baki 28 landsleiki fyrir Holland og hefur skorað í þeim fimm mörk.
Athugasemdir