Portúgalinn Jose Mourinho var í morgun rekinn frá Fenerbahce í Tyrklandi.
Mourinho fór til Istanbúl á síðasta ári eftir tvö ár sem stjóri Roma. Portúgalinn stýrði tyrkneska liðinu 62 sinnum, vann 37 leiki og var með sigurhlutfall upp á 59,68%.
Liðið hafnaði í öðru sæti á eftir erkifjendunum í Galatasaray á síðasta tímabili og missti af sæti í Meistaradeildinni í vikunni þegar liðið tapaði samtals 1-0 gegn Benfica.
Samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum fær Mourinho um 15 milljónir evra í starfslokagreiðslu frá Fenerbahce. Hann hefur nú safnað meira en 100 milljónum evra í starfslokagreiðslur í gegnum ferilinn.
Mest fékk hann þegar hann var rekinn frá Manchester United eða 22 milljónir evra.
Athugasemdir