Þau sem hafa horft á Welcome to Wrexham á Disney + vita nákvæmlega hver Ollie Palmer er.
Hann kom til Wrexham og hjálpaði liðinu að komast alla leið úr utandeild upp í Championship-deildina, næst efstu deild Englands.
Hann kom til Wrexham og hjálpaði liðinu að komast alla leið úr utandeild upp í Championship-deildina, næst efstu deild Englands.
Hann og Paul Mullin voru helstu hetjur liðsins komu mikið fyrir í fyrstu seríum heimildarþáttana sem voru gerðir eftir að Hollywood leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds tóku við eignarhaldi félagsins.
Þeir eru núna hins vegar báðir búnir að yfirgefa félagið í sumar. Skrefið upp í Championship var of stórt fyrir þá.
Mullin var lánaður í Wigan fyrr í sumar og núna hefur Palmer samið við Swindon sem er í D-deildinni. Þjálfari liðsins er Ian Holloway, fyrrum stjóri Blackpool.
Palmer, sem er stór og stæðilegur sóknarmaður, rifti samningi sínum við Wrexham fyrr í dag og skrifaði í kjölfarið undir samning við Swindon.
Athugasemdir