Valdimar Þór Ingimundarson var maður leiksins þegar Víkingur vann 4-1 sigur gegn Vestra á dögunum.
„Öflugur í dag eins og svo oft áður. Leggur upp tvö mörk og skorar sitt fyrsta deildarmark frá því í apríl. Gott dagsverk," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í skýrslu sinni frá leiknum.
„Öflugur í dag eins og svo oft áður. Leggur upp tvö mörk og skorar sitt fyrsta deildarmark frá því í apríl. Gott dagsverk," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í skýrslu sinni frá leiknum.
Rætt var um frammistöðu Valdimars í Innkastinu.
„Hann hefur ekki verið svona góður síðan úti á móti Fram að mínu mati," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu. „Hvað eiga þessir tveir leikir sameiginlegt? Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í liðinu í bæði skiptin."
„Nú er ég ekki að tala illa um Gylfa því hann hefur verið að stíga upp. Mér finnst hann hafa verið flottur að undanförnu. En það er bara þannig að þegar Gylfi er ekki inn á, þá er Valdimar frábær."
„Þeir vilja bara vera í sama plássinu," sagði Haraldur Örn Haraldsson.
„Það var náttúrulega umræða um það að Valdimar væri ósáttur við sína stöðu eftir komu Gylfa," sagði Elvar Geir Magnússon en það er spurning hvort þessir tveir frábæru leikmenn geti spilað saman og blómstrað báðir.
Athugasemdir