Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 06. ágúst 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Nýliðarnir fá Liverpool í heimsókn
Byrjar Darwin Nunez gegn Fulham?
Byrjar Darwin Nunez gegn Fulham?
Mynd: EPA
Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar heldur áfram í dag með fimm leikjum en Liverpool heimsækir nýliða Fulham á Craven Cottage í hádegisleiknum.

Liverpool hafnaði í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og var í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn alveg fram að lokaumferðinni. Lærisveinar Jürgen Klopp eru nú klárir í annan slag og mun þetta verkefni reynast erfitt fyrir Fulham sem vann B-deildina á síðasta tímabili.

Leeds spilar við Wolves á Elland Road klukkan 14:00 en þrír aðrir leikir eru á sama tíma. Newcastle spilar við nýliða Nottingham Forest og þá fer Steven Gerrard með lærisveina sína í Aston Villa til Bournemouth.

Tottenham Hotspur spilar við Southampton áður en Everton og Chelsea eigast við í lokaleik dagsins.

Leikir dagsins:
11:30 Fulham - Liverpool
14:00 Leeds - Wolves
14:00 Newcastle - Nott. Forest
14:00 Bournemouth - Aston Villa
14:00 Tottenham - Southampton
16:30 Everton - Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner