Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   sun 06. september 2020 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Murielle of góð fyrir deildina
Tindastóll og Keflavík í fínum málum
Lengjudeildin
Murielle Tiernan, geggjuð.
Murielle Tiernan, geggjuð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og útlitið er núna eru Keflavík og Tindastóll að stinga af sem efstu tvö liðin í Lengjudeild kvenna.

Það fóru fram fjórir leikir í Lengjudeild kvenna og unnu toppliðin tvö sína leiki. Tindastóll vann sannfærandi sigur á spútnikliði Gróttu þar sem Murielle Tiernan, sem á að spila í efstu deild, skoraði þrennu. Henni hefur tekist að skora 18 mörk í 12 leikjum.

Keflavík vann nauman sigur á ÍA þar sem Paula Isabelle Germino Watnick skoraði sigurmarkið þegar lítið var eftir. Tindastóll er á toppnum með 31 stig og Keflavík í öðru sæti með 27 stig. Svo koma Haukar með 20 stig og tvo leiki til góða.

Grótta er í fjórða sæti með 19 stig eftir tapið í dag ÍA er í sjöunda sæti með níu stig.

Afturelding er í fimmta sæti með 18 stig eftir góðan sigur á botnliði Völsungs, og þá vann Fjölnir sinn annan sigur í sumar þegar liðið lagði Augnablik nokkuð óvænt, 2-1. Fjölnir er núna með sjö stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Tindastóll 4 - 0 Grótta
1-0 Murielle Tiernan ('30)
2-0 Jacqueline Altschuld ('46)
3-0 Murielle Tiernan ('72)
4-0 Murielle Tiernan ('77)

Afturelding 1 - 0 Völsungur
1-0 Taylor Lynne Bennett ('59)

ÍA 0 - 1 Keflavík
0-1 Paula Isabelle Germino Watnick ('86)

Fjölnir 2 - 1 Augnablik
1-0 Marta Björgvinsdóttir ('17)
1-1 Elín Helena Karlsdóttir ('34)
2-1 Bertha María Óladóttir ('73)
Athugasemdir
banner