Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 06. september 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak setur stefnuna á markakóngstitilinn - „Óhemju dýrmætur"
Ísak hefur skorað þrettán mörk í Bestu deildinni og er næstmarkahæstur.
Ísak hefur skorað þrettán mörk í Bestu deildinni og er næstmarkahæstur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
...alla skallaboltana, stöðurnar sem hann vinnur, vítin sem hann fær og rauðu spjöldin - hvað hann kemur með að borðinu.
...alla skallaboltana, stöðurnar sem hann vinnur, vítin sem hann fær og rauðu spjöldin - hvað hann kemur með að borðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Auðvitað sér hann kannski glætu núna þegar Nökkvi er farinn út
Auðvitað sér hann kannski glætu núna þegar Nökkvi er farinn út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt þrettánda mark í Bestu deildinni í gær þegar hann skoraði sigurmark Breiðabliks í 1-0 sigri á Val. Markið var fyrsta mark Ísaks í rúman mánuð og annað markið hans síðan í júní. Með markinu er hann nú einn næstmarkahæstur í deildinni.

Ísak var í upphafi móts svo gott sem óstöðvandi þegar kom að markaskorun en hún hefur verið minni síðustu mánuði. Ísak ræddi við Morgunblaðið eftir leikinn í gær.

Hann var spurður út í markakóngstitilinn, markametið og brotthvarf Nökkva Þeys Þórissonar úr deildinni. Nökkvi er markahæstur í deildinni með sautján mörk og er hann að semja við lið í Belgíu. Markametið er nítján mörk. Ísak stefnir á að verða markakóngur.

„Já, það þarf ein­hver að gera það fyrst hann er að fara. Það er leiðin­legt að hann sé að fara. Hann er góður leikmaður og ég vona að hann geri vel úti og óska hon­um góðs gengis," sagði Ísak við Morgunblaðið.

Um markametið hafði hann þetta að segja: „Það verður einhver að taka þetta met, ég veit ekki hversu lengi þetta met er búið að standa. Það er kom­inn tími til að ein­hver taki það. En svo lengi sem við erum að vinna er ég sátt­ur.“

Óhemju dýrmætur
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi um Ísak í viðtali hér á Fótbolti.net eftir leikinn í gær. Það hlýtur að vera gott að sjá Ísak skora?

„Það er bara frábært, gott fyrir hann og gott fyrir okkur. Mér þætti vænt um það samt ef menn myndu hætta að telja bara mörkin og fara skoða kannski hvað hann vinnur mikið fyrir liðið, alla skallaboltana, stöðurnar sem hann vinnur, vítin sem hann fær og rauðu spjöldin - hvað hann kemur með að borðinu. Hann er miklu meira en bara mörkin fyrir okkur, er bara óhemju dýrmætur. En yndislegt að hann skori enda er hann okkar helsti markaskorari, markaskorarar nærast á mörkum þannig það er frábært. En við erum hæstánægðir með hann hvort sem hann skorar eða ekki," sagði Óskar.

Ísak spilað framan af móti mest úti vinstra megin í þriggja manna sóknarlínu. Í síðustu leikjum hefur hann spilað fyrir miðju en spilaði talsvert úti vinstra megin í gær. Hver er ástæðan fyrir því?

„Það var meira kannski til að spara aðeins hlaupin. Þegar þú ert að koma til baka eftir meiðsli eins og hann var í, sem voru höfuðmeiðsl, þá tekur það þig smá tíma að byggja upp þol og komast í leikform. Þetta var að stærstum hluta til að spara hlaupin en svo voru ákveðnar taktískar pælingar."

Ekki einstaklingsverðlaunin sem reka menn áfram
Óskar var í viðtali við Stöð 2 Sport spurður út í möguleikann á því að Ísak verði markakóngur. Telur hann að Ísak hafi fengið auka orku við þau tíðindi að Nökkvi væri að fara úr deildinni?

„Hann er að berjast um að skora flest mörkin í þessari deild og klárlega gott að hann skoraði."

„Ég átta mig ekki á því, við fórum ekki yfir það fyrir leikinn og höfum ekki rætt það. Það er ljóst miðað við hvernig formi Nökkvi var í að það er líklegra þegar hann er farinn að einhver annar verði markakóngur, það er alveg klárt mál. Það er svo sem ekki það sem rekur Ísak áfram held ég, eða nokkurn annan, það eru ekki einstaklingsverðlaunin. Það er bara að liðið spili vel og komist einhvern veginn á þann stað sem við viljum hafa það á."

„Auðvitað sér hann kannski glætu núna þegar Nökkvi er farinn út,"
sagði Óskar.
Óskar Hrafn: Ég ætla ekkert að vera að spá í þau
Athugasemdir
banner
banner
banner