Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 06. september 2024 18:07
Sölvi Haraldsson
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Icelandair
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög góður leikur. Við ströggluðum aðeins í byrjun en á endanum tókum við bara yfir leikinn fannst mér og vorum bara betri en þeir á öllum sviðum.“ sagði Daníel Freyr Kristjánsson sem byrjaði sinn fyrsta U21 landsleik fyrir Ísland í 4-2 sigri á Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Daníels fyrir U21 landsliðið en hvernig fannst honum að spila í dag með liðinu?

Mér fannst geðveikt þegar ég fékk kallið og liðsfélagarnir mínir hjálpuðu mér ekkert eðlilega mikið með þessari vinnu sem þeir lögðu inn. Þetta var rússibani í gegnum leikinn.

Vendipunkturinn í leiknum var þegar danir fengu rautt spjald og við fengum vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Það var helvíti þægilegt að fá rautt spjald og víti. Ég hélt að hann myndi dæma aukaspyrnu fyrst. Síðan fáum við þetta víti og rauða spjald á endanum sem var bara rétt. Þá fannst mér við ná að loka leiknum og héldum einbeitingu.“

Var þetta ennþá sætari sigur þar sem hann kom gegn Danmörku?

Ég er að spila á móti fólki sem ég þekki, þetta er svo sætt. Við spiluðum á móti þeim í U19 líka en náðum ekki að vinna þá þar. Að spila á móti fólki sem maður þekkir og vinna þá er svo þægilegt. Þetta er allt annað en að vinna önnur lönd.

Daníel var vægast sagt ánægður með þrennu Kristals í dag.

Hann átti að taka tvo bolta heim eftir þessa frammistöðu. Geðveikt.“

Nánar er rætt við Daníel í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner