Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kári Sveinsson ráðinn styrktarþjálfari Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kári Sveinsson hefur verið ráðinn yfirstyrktarþjálfari Víkings. Hann er menntaður sjúkra- og fitnessþjálfari.


„Síðustu ár hefur hann verið í þessu sama hlutverki hjá Häcken sem spilar í Allsvenskan, efstu deild í Svíþjóð. Frá og með áramótum kemur Kári í fullt starf og sér þá um meistarflokka karla sem og yngri flokka félagsins ásamt því að vera meistaraflokk kvenna innan handar," segir í tilkynningu Víkings.

Hann mun einbeita sér að yngriflokkastarfinu fram að áramótum „En ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið hann á meistaraflokksleikjum þar sem hann mun vera Óskari (Erni Haukssyni) innan handar," segir enn fremur í tilkynningu Víkings.

„Ráðningin er mikið framfararskref fyrir félagið í heild, en fram að áramótum mun Kári aðallega einbeita sér að því að stokka upp yngri flokka starfið í knattspyrnudeildinni. En ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið hann á meistaraflokksleikjum þar sem hann mun vera Óskari innan handar," sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking.


Athugasemdir
banner
banner
banner