Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe jafnaði Henry
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe jafnaði Thierry Henry að mörkum í 2-0 sigri Frakklands á Úkraínu í undankeppni HM í gær.

Mbappe skoraði seinna mark Frakka í sigrinum og hefur nú skorað 51 mark fyrir landsliðið.

Hann hefur þar með jafnað Thierry Henry sem átti lengi vel markametið.

Mbappe er aðeins 26 ára gamall, en hann á aðeins sex mörk í Olivier Giroud sem er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.

Þá hefur Mbappe skorað þessi mörk í 91 leik á meðan Giroud og Henry spiluðu báðir yfir 120 leiki yfir þrettán ára tímabil.

„Virðing á Titi (Henry), en núna vil ég taka fram úr honum. Það er heiður að jafna leikmann eins og Henry. Það vita allir hvaða þýðingu hann hefur fyrir okkur Frakka og sérstaklega fyrir sóknarmennina. Hann ruddi veginn, og þetta er maður sem ég dáist að og ber ómæla virðingu fyrir,“ sagði Mbappe.


Athugasemdir
banner