Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe jafnaði Thierry Henry að mörkum í 2-0 sigri Frakklands á Úkraínu í undankeppni HM í gær.
Mbappe skoraði seinna mark Frakka í sigrinum og hefur nú skorað 51 mark fyrir landsliðið.
Hann hefur þar með jafnað Thierry Henry sem átti lengi vel markametið.
Mbappe er aðeins 26 ára gamall, en hann á aðeins sex mörk í Olivier Giroud sem er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Þá hefur Mbappe skorað þessi mörk í 91 leik á meðan Giroud og Henry spiluðu báðir yfir 120 leiki yfir þrettán ára tímabil.
„Virðing á Titi (Henry), en núna vil ég taka fram úr honum. Það er heiður að jafna leikmann eins og Henry. Það vita allir hvaða þýðingu hann hefur fyrir okkur Frakka og sérstaklega fyrir sóknarmennina. Hann ruddi veginn, og þetta er maður sem ég dáist að og ber ómæla virðingu fyrir,“ sagði Mbappe.
Kylian Mbappé scores his 51st France goal and equals Thierry Henry as the men's second all-time top scorer ???????? pic.twitter.com/D0YIxkDGPg
— B/R Football (@brfootball) September 5, 2025
Athugasemdir