Russell Martin, stjóri Rangers, hefur verið undir gríðarlegri pressu undanfarið og hún minnkaði ekki eftir tap gegn Strum Graz í Evrópudeildinni í gær.
Liðið er án stiga eftir tvær umferðir og situr í 8. sæti skosku deildarinnar. Það er gerð krafa á hverju einasta ári að vinna deildina heima fyrir.
Liðið er án stiga eftir tvær umferðir og situr í 8. sæti skosku deildarinnar. Það er gerð krafa á hverju einasta ári að vinna deildina heima fyrir.
„Við megum ekki byrja svona illa. Þeir fengu mörg tækifæri úr föstum leikatriðum, við þurfum að vera skipulagðari, hjálpa hvor öðrum meira. Hugarfarið er vandamál, við erum ekki að gera það sem við eigum að gera," sagði Martin.
„Ég er pirraður því við gáfum þeim tvö léleg mörk. Við unnum mikið í þessu undanfarið, við vorum bara ekki á lífi. Við vorum sjálfum okkur verstir því þeir sköpuðu ekki neitt úr opnum leik. Þetta er sárt og pirrandi."
Athugasemdir