FH vill fá Kára Kristjánsson, 21 árs miðjumann Þróttar, í sínar raðir. Kári var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni bæði í ár og í fyrra.
Þessi öflugi leikmaður skoraði fimm mörk í 20 leikjum í deildinni í ár og ellefu í 21 leik á síðasta ári.
Þessi öflugi leikmaður skoraði fimm mörk í 20 leikjum í deildinni í ár og ellefu í 21 leik á síðasta ári.
Fram kom í hlaðvarpsþættinum Kjaftæðið hér á Fótbolta.net að Hafnarfjarðarfélagið hefði gert tilboð í Kára.
Hann er sonur fjölmiðlamannsins Kristjáns Kristjánssonar sem er formaður knattspyrnudeildar Þróttar.
Breytingar eru að verða á þjálfaramálum FH en Heimir Guðjónsson er að láta af störfum. Félagið ákvað að gera ekki nýjan samning við Heimi og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Jóhannes Karl Guðjónsson að taka við.
Athugasemdir