Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gagnrýndi stuðningsmenn Forest - „Veit varla hvað fólkið í mötuneytinu heitir"
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Nottingham Forest voru allt annað en sáttir eftir tap Nottingham Forest gegn Midtjylland í Evrópudeildinni í gær.

Þeir létu óánægju sína í ljós með því að syngja 'Þú verður rekinn á morgun' og margir stuðningsmenn liðsins yfirgáfu völlinn áður en honum lauk.

Ange Postecoglou tók við af Nuno Espirito Santo og hefur ekki tekist að næla í sigur í fyrstu sex leikjum sínum. Martin O'Neil, fyrrum stjóri í úrvalsdeildinni, tjáði sig um Postecoglou á TNT Sport eftir leikinn.

„Það er skrítið að stuðningsmennirnir eru strax á móti honum. Þetta er sjötti leikurinn hans, hann veit varla hvað fólkið í mötuneytinu heitir," sagði O'Neil.

„Þeir spiluðu varnarsinnaðan bolta í fyrra. Þeir beittu góðum skyndisóknum þar sem þeir voru með marga hraða í liðinu. Þeir ættu að geta dílað betur verið þetta þegar þeir eru meira með boltann, þeir eru með skapandi leikmenn."

„Svo ferðu að hugsa um skilaboðin sem þú ert að koma til leikmanna, eru þau að skila sér? Svo fer maður að slást við leikmenn, sem ég gerði. Þú kemst að því að þetta sé þeim að kenna en svo er ekki. Þetta er á þér, það er undir honum komið að leysa þetta. Hann þarf að takast á við allt umtal í kringum sig. Hann má ekki láta það stjórna öllu en það er erfitt að komast hjá því," sagði O'Neil að lokum.
Athugasemdir
banner