Sergio Conceicao er búinn að ná munnlegu samkomulagi við sádi arabíska liðið Al-Ittihad um að hann taki við sem stjóri liðsins.
Hann tekur við af Laurent Blanc sem var rekinn eftir tap gegn Al-Nassr fyrir viku síðan.
Hann tekur við af Laurent Blanc sem var rekinn eftir tap gegn Al-Nassr fyrir viku síðan.
Al-Ittihad er í 3. sæti sádi arabísku deildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Þá er liðið án stiga eftir tvær umferðir í Meistaradeild Asíu.
Conceicao er fimmtugur Portúgali en hann tók við AC Milan í desember í fyrra en var rekinn fimm mánuðum seinna eftir slæmt gengi liðsins. Hann stýrði Porto þar á undan í sjö ár.
Athugasemdir