Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2020 13:30
Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður annars þriðjungs - Keflavík styður við hvað sem ég geri
Sveindís Jane með verðlaunin sem hún fékk frá Bose.
Sveindís Jane með verðlaunin sem hún fékk frá Bose.
Mynd: Fótbolti.net - Mist Rúnarsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir framherji Breiðabliks fékk um helgina afhend verðlaun frá Bose fyrir að vera leikmaður annars þriðjungs í Pepsi Max-deildinni. Sveindís fékk 62,6% atkvæða í kjörinu og fékk að launum Bose SoundSport Free, þráðlaus íþrótta heyrnartól.

„Ég hef ákveðið að klára bara tímabilið og sjá hvert það leiðir mig en ég er ekki alveg viss hvað ég geri. Ég hef allt opið áfram," sagði Sveindís við Fótbolta.net á sunnudaginn en hún er markahæst í deildinni ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur.

Sveindís er á láni hjá Breiðabliki frá Keflavík en hún er samningsbundin suðurnesjaliðinu út næsta ár.

„Ég hef heyrt af miklum áhuga að utan en er með góðan umboðsmann sem sér um þetta sem er ótrúlega þægilegt. Keflavík styður við mig hvað sem ég geri."

Breiðablik vann toppslaginn við Val í Pepsi Max-deildinni um helgina og er því í lykilstöðu upp á Íslandsmeistaratitilinn þegar þrír leikir eru eftir hjá þeim.

„Þessi sigur gerði mjög mikið fyrir okkur og við erum loksins komnar í bílstjórasætið þar sem við viljum vera. Þetta er allt ennþá opið en við erum einbeittar á Íslandsmótið, það getur allt gerst en við ætlum að halda áfram á þessu róli og vinna restina af leikjunum."

Hér að neðan má sjá viðtalið við Sveindísi sem Lovísa Falsdóttir tók við hana eftir að Keflavík tryggði sér sæti í Pepsi Max-deildinni á sunnudaginn.


Sveindís Jane: Hef heyrt af miklum áhuga að utan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner